
Myndin fjallar um hóp af fyrrverandi leyniþjónustumönnum,hökkurum og tæknimönnum sem vinna við það að brjótast inn í banka til að segja svo bönkunum hvað er að hjá þeim varðandi öryggisgæslu. Einn daginn fá þeir menn í heimsókn sem segjast vera frá NSA(National Security Agency) og þeir vilja ráða hópinn til að stela svörtum kassa frá stærðfræðingi sem kallast Janek. Forsprakki hópsins Marty(Redford) er ekki viss fyrst en þegar mennirnir hóta að uppljóstra gömlu leyndarmáli hans þá slær hann til og fær hópinn með sér. Þeir gera sér ekki grein fyrir því hvað þeir hafa komið sér í né hvað er inn í svarta kassanum. Þeir stela kassanum og ákveða að skoða innihald kassans en því hefðu þeir átt að sleppa.
Ég hef örugglega séð þessa mynd 50 sinnum og fæ eiginlega aldrei leið á henni. Þetta er með betri njósnathrillerum sem hafa komið út. Ég mæli með því að fólk tjekki á þessari.
-cactuz