Jamm þær myndir sem gerðar hafa verið eftir sögum Tom Clancy eru næstum trygging á góða skemmtun nema kannski Net Force =)
Hunt for Red October fjallar um það þegar kafbátaskipstjórinn
Marko Ramius og áhöfn hans fá nýjan kafbát undir hendurnar ákveða þeir að gerast liðhlaupar. ástæða þess er að kafbáturinn býr yfir tækni sem gerir hann hljóðlausann og gerður til að komast eins nálægt löndum til að gera skyndiárásir.
Ramius ákveður að sigla til USA og gefa þeim bátinn. Jack Ryan er sá sem reynir að komast að hvert báturinn stefnir. Sami Jack Ryan og sést hefur í Patriot Games og Clear and Present Danger.
Jack Ryan er leikinn af Alec Baldwin, Ramius er leikinn af Sean Connery sem fer á kostum, Admiral James Greer leikinn af James Earl Jones, Vasily Borodin leikinn af Sam Neill og Tim Curry sem Dr. Petrov, þetta er sennilega besta frammistaða Tim Currys á ferlinum.
Mæli með þessari mynd til allra og Patriot Games og Clear and Present Danger.