Örstuttar, grunnar og nær algjörlega innihaldslausar umfjallanir um myndir sem ég sá Iceland Film Festival:
Paris, je taime-
Paris, Je Taime er sameiginlegt verkefni fjölda leikstjóra sem unnu hver sína stuttmynd með þemanu ást í París og hrærðu saman í form heillrar kvikmyndar. Útkoman var furðugóð og náði myndin að fljóta vel þrátt fyrir tíð kaflaskipti. Lítið var um lágpunkta, mætti þá helst nefna klippistofuhlutann sem var pína voru langflestir partarnir voru virkilega góðir. Útkoman var bara mjög þægileg og falleg mynd sem rann ljúflega í gegn.
Down in the Valley-
Down In The Valley er geðveik mynd, svo geðveik að ég verð að telja hana mína uppáhaldsmynd af nýliðnu múvífestinu. Mér fannst bara eins og myndin væri sniðin fyrir mig, og er það af nokkrum ástæðum, a) því Edward Norton er í henni og er hann minn uppáhalds “ungi” leikari, b) því mér fannst myndin vera einhvers konar óður til Taxi Driver annars vegar og vestra ala Sergio Leone hins vegar, sem er hvort tveggja eitthvað sem ég elska, c) því það er voða hamingjusamt og ástfangið ungt par í henni….sem er eitthvað sem ég er óþarflega mikill sökker fyrir, d) góðri tónlist og fallegri myndatöku (rólutakan maður!) er blandað saman á afar áhrifaríkan hátt. Ég gæti svosem haldið upptalningunni áfram eitthvað frameftir vetrarfrí en nem bara staðar hér. Já…þessi mynd er bara frábær. Svo var David Morse líka góður. Heitir hann það ekki annars?
Tsotsi-
Tsotsi er myndin sem vann óskarsverðlaun í fyrra fyrir bestu erlendu mynd ársins 2005. Ég get ekki dæmt um hvort hún hafi átt þau verðlaun skilin þar sem ég hef ekki séð neina af þeim tilnefndu en mér fannst þessi mynd….ég veit ekki alveg…jú, góð, og vel það, en án þess að ná að láta mig gjörsamlega gapa af hrifningu á tjaldið. Gæti verið að það haf bitnað á henni að mér varð hugsað til City Of God þegar ég horfði á hana en mér finnst sú mynd töluvert betri. Svo var ég líka örlítið annars hugar á myndinni, sem er aldrei gott, og ég veit ekki hvort það hafi verið myndinni að kenna eða sjálfum mér. Ég held ég verði bara að segja pass, ég veit í raun ekki almennilega hvað mér finnst um myndina.
Winter Passing-
Winter Passing er mynd sem hafði alla burði til að heilla mig í tætlur. Hún er lítil og lágstemmd indíræma um fáránelega sætu stelpu( Zooey Deschanel, systirin í Almost Famous) sem býr í New York í algjörri tilvistarkreppu og sálarflækjum. Pabbi hennar er keðjureykjandi alkarithöfundur leikinn af Ed Harris og fjallar sagan að mestu leyti um sætu stelpuna og samband hennar við föður sinn. Myndina skorti einfaldlega að skapa algjörar tilfinningar, eins og til dæmis Down In The Valley gerði svo vel, eina atriðið sem hreyfði við mér var á kattaratriðið á höfninni, sem er skítt, því eins og ég sagði áður, hafði þessi mynd mjög góðan grunn á að geta orðið frábært - en vantaði einfaldlega neista til þess. Will Ferrel leikur svo aukahlutverk sem átti ekki að vera nærri jafn fyndið og helvítis hálfheiluðu Grafarvogsbúarnir á sömu sýningu og ég héldu.
Volver-
Volver er frábrugðin öðrum myndum sem ég hef séð eftir Pedro Almodóvar( sem er að vísu syndsamlega fáar) að því leyti hún tekur sig ekki eins alvarlega. Myndin er á krossgötum þess að geta flokkast sem gaman-, mysteríu-, drama- eða eitthvað annað og endaði í raun sem samtvinningur þess alls. Einnig fannst mér hún svolítið Hitchcockísk á köflum, eins og reyndar aðrar myndir eftir hann, sem stafar m.a. af dásamlegri litanotkun. Penélope Cruz er sætari barmstærri en nokkru sinni áður og hikar Almodóvar ekki við að benda á það augljósa í þeim efnum með mistilgangslausum lofttökum af henni að vaska upp eða ganga upp stiga. Myndum er bara virkilega flott og hafði mikið afþreyingargildi sem kom mér töluvert á óvart.
Tiger and the Snow-
Roberto Beligni er bara dæmi um heillandi mann, og þessi mynd er mjög góð, en aðalega einstaklega falleg. Sem er gott.
Three Burials of Melquiades Estrada-
Tommy Lee Jones er náttúrulega, eins og allir vita, toppmaður, og gat ekki annað verið en að hann skilaði frá sér toppleikstjóradebjúti, sem og hann gerði. Sagan er virkilega áhugaverð og karakterarnir framúrskarandi góðir allir saman.
Factotum-
Factotum er spes mynd. Aðalega á þann hátt að hún hefur nákvæmlega ekkert að segja, skilur ekki skít eftir sig, er ofurhæg og ekkert sérstaklega fyndin eða skemmtileg, en heldur ekki leiðinleg. Matt Dillon er asnalegur gaur og leikur í þessari mynd gaur sem drekkur og reykir voða mikið. Þessi mynd bara er.
Renaissance-
Þetta er fáránlegt dæmi. Ef það væru ekki til neinar út úr heiminum áhrifagjarnar og heimskar hipstertíkur væri ekkert verið að sýna þessa mynd í bíó. Hún hefur ekki neitt fram að færa…hún er til dæmis ótrúlega leiðinleg, ótrúlega pirrandi í útlit, með ótrúlega asnalega og óáhugaverða karaktera, framúrskarandi ótrúlega léleg samtöl og ótrúlega grunna og hálfvitalega sögu. Drasl.
Angel-a-
Ef ég yrði spurður um álit mitt á Luc Besson vissi ég ekki hvernig ég ætti að svara. Eitt er víst, hann er maðurinn á bakvið eina þeirra mynda sem ég elska hvað mest í heiminum, Léon, en til viðbótar við hana hefur hann skitið svo ótrúlega miklu ógeði í gegnum tíðina að það lyktar um hálfan heiminn. Í Angel-a gerir hann heiðarlega tilraun til að búa til góða mynd, voða hipsterous og trendí, svarthvít og myndar París á mjög kúl hátt, en myndin er því miður leiðinleg….