Í gegnum tíðina hafa nær eingöngu bandarískar myndir og einstaka breskar prýtt bíósali hérna á landi en þessar myndir voru engir eftirbátar þeirra, jafnvel betri sumar. Samt er ekki hægt að einhæfa of, það eru góðar bandarískar myndir inná milli en ég get bara sagt að ég er löngu orðinn leiður á þessum Hollywood spennu sprengju myndir sem hefur verið minna um, sem er gott.
Þær myndir sem ég fór á voru:
The Sweet Hereafter - Atom Egoyen(CAN)
Fjallar um smábæ sem lendir í þeim harmleik að rúta skólans keyrir útaf sem verður til þess að nokkrir deyja og margir slasast. Lögfræðingur úr borginni kemur til bæjarins og reynir að fá íbúana sem eiga sem sárst að binda að byggja upp mál með sér, til að forða þessu nokkru frá því að gerast aftur.
****/*****
Keane - Lodge H. Kerrigan(USA)
Kean fjallar um mann sem missti dóttir sína. Henni var rænt af lestarstöð nokkurri og þangað fer hann á hverjum degi til að rifa upp hvað gerðist og vonast til að sjá eitthvað tákn sem gæti leitt sig til hennar. Þarna kynnist hann síðan konu sem á dóttir sem er jafngömul hans og minnir hann á dóttir sína. Hann byrjar að vingast við hana.
Hef lítið um þessa mynd að segja nema hún var svakalega vel leikin af Damian Lewis.
***/*****
The Summer Palace - Lou Ye(KÍNA/FRA)
Fjallar um Yu Hong sem yfirgefur smábæin sinn og kærastann til að nema í Peking árið 1989. Þar kynnist hún Zhou Wei sem hún verður yfir sig ástfanginn af en leiðir þeirra skiljast. Nokkrum árum eftir á mann Zhou Wei eftir þessum anægjustu atburðum lífs síns og fer að leita að henni.
Mjög sjaldan læt ég heillast af ástarmyndum, veit ekki hvað það er en þessi virtist grípa mig einhvernveginn.
**/*****
I Am - Dorota Kedzierzawska(POL)
Fjallar um ungan munaðarlausan dreng sem þarf að sjá fyrir sjálfum sér fyrir mat og öðru. Hann á slæmt samband við móður sína og reynir að afla sér viðurværis.
Hann býr í yfirgefðum ryðguðum bát rétt hjá húsi milljarðamæringa. Dóttir mannsins sem á húsið byrjar að forvitnast og vingast við hann og uppúr því sprettur vinátta milli þeirra tveggja.
Þessi mynd var mjög góð. Sérstaklega áhugavert hvernig notast er við andstæður. Tók sérstaklega eftir hvernig þeir bjuggu upp, fátæki strákurinn sem á engann að og ekkert býr í ryðguðum bát beint á móti húsi fólks sem á allt.
Virkaði sem ádeila á samfélagið, hvernig sumir eiga allt meðan aðrir eiga ekkert. Léleg meðferð á fátækum og bara hvernig fólki er skítsama um allt nema sjálft sig.
****/*****
Fjalleyvind och hans hustra - Victor Sjöström(SWE)
Þetta er sænsk mynd byggð á leikriti Jóhanns Sigurjónssonar um Fjalla Eyvind. Þetta var við undirleik Benna Hemm Hemm, var í fyrstu ekki sáttur um að þurfa borga 1500 kall aukalega en síðan var þetta bara helvíti flott hjá þeim.
*****/*****
Turtles can fly - Bahman Ghobadi(IRI/IRQ/FRA)
Gerist í Kúrdan við upphaf íraksstríðsins. Soran er ungur drengur sem gengur undir nafninu Gervihnötturinn vegna þekkingar hans á gervihnöttum og öðrum rafmagnstækjum.
Hann hefur sett upp loftnet fyrir nágranna sína svo þeir geti fylgst með fréttum af stríðinu.
Líf hans breytist þegar munaðarlaus ung stúlka kemur inní þorp hans með handlausan bróður sinn og lítið barn, hann verður ástfanginn af henni en virðist eiga erfitt með að fanga athygli hennar.
*****/*****
The Holy Mountain - Alejandro Jodorowsky(CHILE)
Þetta er einhver skrýtnasta mynd sem ég hef séð en samt sem áður heillandi. Myndin er bara veisla fyrir augað, uppfull af táknum, formum og litum. Því miður er ekki hægt að segja neitt um söguþráðinn ef hann er einhver. Fyrir þessari mynd er ekkert heilagt sem tekur fyrir trúarbrögð og hin ýmsu tabú.
***/*****
The Adjuster - Atom Egoyen(CAN)
Fjallar um Noah tjónamatsmann hjá tryggingafyrirtæki sem vinnur við að bæta fólki upp tjóni sem það hefur lent í. Hann er þeim þar til halds og trausts þeirra sem á því þurfa að halda. Kona hans Hera vinnur hjá kvikmyndaeftirliti við að flokka og klippa klámmyndir.
Á öðrum stað er Bubba, fyrrum fótboltamaður og Mimi konan hans sífellt að prufa sig áfram í sínum stórfurðulegu órum. Þessar skrautlegu persónur hittast þegar Bubba er tilbúinn að borga þeim hjónunum fyrir að lána þeim húsið því hann ætli að taka upp kvikmynd, segir hann. Órar þeirra Bubba og Mimi enda með ósköpum.
***/*****
Winterjourney - Hans Steinbichler(GER)
Fjallar um miðaldra karlmann sem á við þunglyndi og aðra erfiðleika að stríða. Hann verður fyrir því óláni að láta pretta sig af því sem við öll þekkjum í spammi. Kaupsýslumaður frá Afríku sem býður honum gull og græna skóga ef hann seti inná sig 50.000 evrur.
Í fyrstu treystir hann þessu ekki en vegna bárrar kjöra og aðgerð sem konan hans þarf sárlega að fara í slær hann til. Hann verður svo brjálaður þegar hann uppgötvar að hann hafi verið plataður, ferðast til Afríku í þeirri von að fá peningana sína aftur.
Ég elskaði aðalpersónuna. Hann var fertugur þunglyndissjúklingur sem var mjög neikvæður útí allt og alla. Konan hans er alveg að gefast uppá honum.
Gengur um á næturna, hlustar á tónlist, reykir og kallar allt og alla skíthæla.
Leikstjórinn var á staðnum, áhugavert var að hlusta á fólk spyrja hann spurninga að lokinni myndinni.
****/*****
Princess - Anders Morgenthaler(DK)
Dönsk teiknimynd sem fjallar um August sem kemur heim frá útlöndum þegar hann kemst að því að systir hans hafði verið drepin. Hann tekur að sér dóttir hennar.
Systir hans hafði verið klámstjarna og er það markmið hans að láta fyrirtækið hætta að selja þær myndir sem hún lek í. Það verður þrautinni þyngri og á eftir að kosta blóðug átök.
Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með þessa mynd, hafði búist við svo miklu einhvernveginn. Blóðug dönsk teiknimynd hljómaði svo spennandi. Hún var samt sem áður áhugaverð og mjög blóðug en ég bar bara of miklar væntingar.
**/*****
Paradise, now - Hany Abu-Assad(PLE/NED/FRA/GER)
Paletínskir æskuvinir slást í för með ofsatrúarmönnum sem skipuleggja hryðjuverkaáras. Þeir eiga að gera sjálfsmorðsáras á Tel-Aviv.
Þegar þeir fara að landamærunum fer eitthvað hræðilegt úrskeiðis og leiðir þeirra skiljast. Annar þeirra fer síðan að efast um tilgang árasarinnar þegar hinn er staðráðinn í að framkvæma hana.
***/*****
Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef farið á kvikmyndahátíð og aldrei farið eins oft í bíó. Fór a.m.k einu sinni á dag, þegar ég gat. Margar góðar myndir þarna á ferð og ég hvet fólk til að kynna sér þær og eða bara fara næst.
————–