Nú er komið að því að tilkynna sigurvegara í keppnunum.

Í bannerasamkeppninni var TimBursala réttkjörinn sigurvegari með almenningskosningu. Banner hans sem var unnin úr Pulp Fiction mun því prýða kvikmyndaáhugamálið um ókomna tíð. Hins vegar hafa komið upp deilumál um hvort nota eigi bannerinn í upphaflegri mynd eða “bætta” eða fínni útgáfu sem sett var á þráð um bannerakeppnina. Þar sem kosið var um grófari útgáfuna getum við ekki ákveðið hvora skal nota og því verður það ákveðið með annarri kosningu sem er nú í gangi. Samanburð á grófu og fínu útgáfunni má finna hér. Kjósið nú og kjósið vel.

Í greinasamkeppninni þótti grein Mode1 um hryllingsmyndaiðnaðinn bera af og var hann því valinn sigurvegari. Við þökkum öllum sem tóku þátt í keppnunum kærlega fyrir enda bárust margar frambærilegar greinar og margir flottir bannerar. Sigurvegarar verða látnir vita fljótlega hvernig vitja má vinninganna.

En nú er kominn tími á að ég hætti þessu og á næstu dögum mun rfm taka við af mér sem stjórnandi á áhugamálinu. Þetta er einfaldlega tilkomið vegna tímaskorts. Öllum pósti í sambandi við áhugamálið og triviuna á því að vísa á núverandi stjórnendur, peturp og Liverpool, eða rfm þegar hann verður formlega orðinn stjórnandi. Ég vil þakka öllum notendum fyrir samstarfið og samskiptin gegnum þennan tíma. Þetta hefur verið mjög gaman og ég vona að áhugamálið haldi áfram að blómstra.

Með þökkum,

spalinn.