Stutt grein hérna frá mér, leitandi eftir viðbrögðum;
var að lesa það á pressunni að nú stendur til að leggja fram frumvarp á Alþingi um afnám opinbers eftirlits með kvikmyndum. Hvað finnst ykkur um það? Segir svo að núgildandi lög um kvikmyndaeftirlit brjóti í bága við ákvæði stjórnarskrárinnar um bann við ritskoðun.
Komst svo nefnd á vegum forsætisráðuneytisins að því að íhlutun kvikmyndaskoðunar einkenndist of mikið af forsjárhyggju, enda hefur kvikmyndaeftirlitið oft verið grunað um græsku og hafa stundum beitt skærum sínum óþarflega.
Hvað finnst ykkur um þetta?