Það er ekki til 2 manneskjur sem hafa nákvæmlega sama smekk. Við skulum segja að 10 manneskjur fara á eitthverja kvikmynd, þessar 10 manneskjur munu fara út með 10 mismunandi álit á kvikmyndinni. 1-2 munu finnast hún snilld, alger meistaraverk, 1-2 munu finnast hún versta mynd sem þau hafa séð, restin mitt á milli. Öll hafa þau rétt fyrir sér.
Við búum í landi sem þú getur sagt nánast hvað sem er, nánast því þú mátt ekki tala illa um heilan hóp, ég ætla ekki að tala um það samt, ef þú værir í kína eða eitthverju álíka ríki mættirðu ekki segja það sem þér finnst, en í okkar þjóðfélagi máttu það. Í sjónvarpinu sjáum við auglýsingar fyrir útvarpstöðvar, allir geta spilað tónlist en okkar stöð spilar BARA góða tónlist. Hver ákveður þessa tónlist? Eftir hverju fer listinn eftir hvaða tónlist er góð og hvaða tónlist er algert rusl. Mörgum finnst Ed Wood lélegasti leikstjóri allra tíma. En það er samt til aðdáendaklúbbur um hann, þar eru mörg þúsund manns sem álita hann einn mesta snilling kvikmyndasögunnar. Báðir hópar hafa rétt fyrir sér.
En það er til ótrulega margir sem telja sig hafa einkarétt á skoðun. Við þekkjum allt þetta fólk. Það er fólkið sem kallar mann fífl ef manni fynnst eitthver kvikmynd ekki góð sem þeir álita snilld. Fólk vill ekki trúa að eitthver lýti á mynd öðrum augum en þeir.
Ég póstaði inn á kork hér með lista yfir myndir sem mér þykir ekki góðar, mig langaði að vita hvað yrði sagt, listinn innihélt eftirtaldar myndir, Gladiator, Dude, Where is My Car, Rush Hour 2, Fight Club, Snatch, American Pie 2, Baise Moi, Pearl Harbor. Ég bjóst við að fá hótanir frá fólki sem vissi nátturulega miklu meira um kvikmyndir en ég, það ótrulega var að það var bara eitt fávitalegt svar, þótt margir hafa sagt hvaða myndir þeir hefðu ekki sett á þennan lista, þá settu þeir alltaf að allir hafa sinn smekk. En þetta eina svar var líka ótrulega heimskulegt, hér er það:
Gladiator, Fight Club og Snatch eiga ekki heima á þessum lista. Ég vona að þú horfir bara aftur á þær og að þú fattir þær þá, greyið mitt.
Eftir cactuz. Mér finnst alltílagi að honum finnst þessar myndir skemtilegar, enda ekkert að því. En þessi setning, “Ég vona að þú horfir bara aftur á þær og að þú fattir þær þá, greyið mitt.” er það sem gerir þetta heimskulegt. Núna ætla ég að nefna annað dæmi, talað er um Alien3, ég sagði að mér þætti hún ein allra lélegasta mynd sem gerð hefur verið. Drebenson svaraði þessu svona: “OMFG!! Alien 3 er alls ekki slæm mynd. Þú hefur greinilega ekki séð margar myndir ef þér finnst hún vera ”ein af allra verstu kvikmyndum sem gerðar hafa verið“. Þetta er steiktasta rugl sem ég hef lesið.”
Það er svolítið síðan að ég byrjaði að segja á undan öllu sem ég sagði um álit, “að mínu mati”. Ef maður segir þetta ekki eru margir sem taka þetta álit til sín, halda að ég sé að tala fyrir alla íslensku þjóðina.
En ég held að fólk verður að reyna að sjá það að allir hafa rétt á sínu áliti, núna er ég ekki að segja að þið meigið ekki segja ykkar álit á móti, en það að svara með skítkasti segir bara eitt um persónu ykkar og það er ekki að þið séuð þroskaðir.
kveðja sbs