Kvikmyndagerðarmaðurinn Quentin Tarantino hefur fyrir löngu skipað sér sess í kvikmyndum. Kvikmyndir hans hafa slegið í gegn hver af annari en einnig hafa þær fengið neikvæða dóma vegna ofbeldis og ljótt orðbragð.
Quentin Jerome Tarantino fæddist 27. mars 1963. Móðir hans var aðeins 16 ára þegar hún átti hann. Foreldar hans eru Connie McHugh og Tony Tarantino sem var leikari og tónlistarmaður þannig að stutt var í kvikmyndabransann fyrir Q (sem Quentin er oft kallaður). Q datt útúr skóla 16 ára þrátt fyrir að hann hefur greindarvísitölu á við 160. Q fór að horfa mikið á kvikmyndir og lærði þannig í mikið og ákvað að fara útí þennann bransa og sér líklega ekki eftir því núna.
Quentin kom til Ísland árið 2005 ásamt félaga sínum Eli Roth og voru þeir gerðir heiðursvíkingar og fengu íslensk nöfn að því tilefni, þau voru Eli Sheldonsson og Quentin Conniesson. Q hefur gaman að setja svokölluð leikstjóravörumerki (Director’s Trademark) á myndirnar sínar og þau helstur eru eftirfarandi skjalatöskur spila oft mikilvægann þátt í myndum hans, persónur eru oft berfættar, aðalpersónurnar aka oftast á Chevrolet eða Cadillac, myndartaka kemur oft uppúr skotti á bíl, 3 eða fleiri miða byssum á hvorn annan, lang skot þar sem oftast er einni persónu oft fylgt, grínistar í litlum hlutverkum og hefur oftast lið í myndum sínum. Q fékk Óskarinn fyrir handritið af Pulp Fiction. Hann ræður oft leikarana Harvey Keitel (Mr.White og Winston Wolfe), Michael Madsen (Mr.Blonde og Budd), Uma Thurman (Mia Wallace og Beatrix Kiddo), Tim Roth (Mr.Orange og Pumkin), Michael Bowen (Marg Dargus og Buck) og Samuel L. Jackson (Jules Winnfield, Ordell Robbie og Rufus). Q hefur leikstýrt 7 myndum og er með tvær í vinnslu verður hér fjallað um 5 vinsælustu myndir hans. Varúð SPOILERS
Reservoir Dogs (1992)
Fyrsta mynd Q sem sló í gegn er Reservoir Dogs. Myndin fjallar um rán sem stórlaxinn Joe Cabot (Lawrence Tierney) er að plana hann fær 6 menn með sér og eiga þeir að sjá um ránið þeir fá dulnefni sem eru litir Mr. Blue (Eddie Bunker), Mr. Brown (Tarantino), Mr. Pink (Steve Buscemi), Mr. Blonde (Michael Madsen), Mr. Orange (Tim Roth) og Mr. White (Harvey Keitel). En þessir menn fara mismunandi leiðir Mr. Blonde er klikkaður og hefur unun af að pína fólk, Mr. Pink er atvinnumaður og hatar hvað hinir haga sér fáránlega, Mr.Blue er gamall, Mr. White vingast við Mr. Orange og Mr. Orange er lögga. Ránið fer útum þúfur Blonde missir stjórn á sér, Brown er dauður, Blue er týndur, Pink slapp með ránsfenginn, Orange er særður og White er að passa uppá hann. Pink, Orange og White bíða nú í skemmunni sem er fundarstaðurinn og bíða frétta. Sonur Joe Eddie Nice Guy (Chris Penn) fer af stað til að reyna að komast að hvað er á seyði. Orange missir meðvitund. Blonde mætir á svæðið og kemur í ljós að Blue er dauður. Blonde er með löggu (Kirk Baltz) sem gísl og pínir hann lögguna þegar Eddie, White og Pink yfirgefa svæðið á meðan hlustar hann á plötusnúðinn K-Billy (Stephen Wright) í utvarpinu, Orange rankar við sér og sér Blonde pína lögguna og drepur hann. Joe, Eddie, White og Pink koma inn og sjá hvað hefur gerst Joe drepur lögguna. Mikið rifrildi verður til þess að byssum er miðað Joe miðar á Orange, White á Joe, Eddie á White og Pink á Eddie. Skotum er hleypt af og láta Joe og Eddie lífið strax.Orange og White liggja mjög særðir. Pink flýr og er handtekinn fyrir utan, löggur brjótast inn og drepa White í sjálfsvörn.The End
Triva:
Leikarar komu og fóru og voru þessir leikarar nefndir við þessar persónur í ferlinu
Mr.Pink: Tarantino, Michael Madsen, Tim Roth, (endaði sem Steve Buscemi)
Mr.Blonde: Christopher Walken, Tim Roth, George Clooney (endaði sem Michael Madsen)
Mr.Orange: Samuel L. Jackson, James Woods (endaði sem Tim Roth)
Mr. White: Steve Buscemi (endaði sem Harvey Keitel)
Joe Cabot: Robert Forster, Timothy Carey (endaði sem Lawrence Tierney)
Madsen átti mjög erfitt með píningaratriðið og Kirk Baltz setti hann alveg útaf laginu þegar hann skáldaði upp línuna um að hann ætti barn heima. Madsen var nýorðinn faðir og gat ekki klárað atriðið þennan dag.
Læknir var hafður á tökustaðnum allann tímann til að blóðmissir Mr.Orange væri ekki óraunverulegur.
Mr.Blonde drap flesta í myndinni en hann sést aldrei drepa neinn.
Heitið á myndinni er blanda af heiti myndanna Au revoir les enfants og Straw Dogs
Madonna er aðalumræðuefnið í upphafsatriðinu þar sem var talað um að lagið “Like A Virgin” sé um konu sem sefur hjá manni með mjög stórann drjóla, nokkru eftir að myndin kom út fékk Tarantino sendingu frá Madonnu sem var diskurinn hennar “Erotica” og hann var áritaður “Til Quentin, það er ekki um drjóla það er um ást.Madonna”
Konan sem Orange skýtur er kona sem Tim Roth valdi í hlutverki. Hún var kennari Roth og var hann þarna að hefna sín.
Orðið fuck er notað 252 sinnum
Pulp Fiction (1994)
Pulp Fiction fjallar um 4 sögur sem sameinast í einni stórri flækju. Marcellus Wallace (Ving Rhames) er mikill mafíustjóri sem er svona kóngurinn í myndinni. Hann er með tvo hörkumenni sem vinna fyrir sig Jules Winnfield (Samuel L. Jackson) og Vincent Vega (John Travolta) þeir eru sendir að ná í tösku sem er mjög mikilvæg fyrir Wallace. Þeir ná í töskuna og taka Marvin (Phil LaMarr) einn af eigendunum með sér. Jules fannst hann hafa lent í kraftaverki þegar var skotið á hann og hann slapp Á leiðinni til baka skýtur Vega Marvin óvart í höfuðið og eru þeir útataðir í blóði um miðjann dag í umferðinni. Þeim grípa til þess ráðs að koma sér fyrir hjá Jimmie (Tarantino) vini Jules þrátt fyrir hans óánægju. Þeir hafa svo samband við Wallace og hann sendir á svæðið Winston Wolfe (Harvey Keitel) sem leysir vandamál og bjargar þeim úr þessari klípu. Þeir fara svo á lítinn stað að borða og segir Jules þá Vega að hann ætli að hætta í bransanum. Á sama tíma er boxari sem heitir Butch (Bruce Willis) að fara að keppa en Wallace hótar honum að hann eigi að tapa bardaganum. Butch gerir það ekki heldur drepur gaurinn í staðinn af slysni. Butch leggur á flótta og hann og unnustan hans ætla að flýgja en hún gleymir í íbúðinni úrinu hans Butch sem að faðir hans hafði átt. Butch fer til baka að ná í úrið og þegar hann kemur inn sér hann byssu á eldhúsbekknum og heyrir að einhver er á klósettinu. Hann grípur byssuna og kemur Vincent þá útúr baðherberginu og drepur Butch hann. Hann tekur svo á rás til unnustu sinnar en rekst á Wallace á götunni og berjast þeir þar en Butch flýr svo inní eina búð, Wallace kemur svo eftir honum en eru þeir þá báðir teknir í gíslingu af pervertnum Maynard (Duane Whitaker) og kallar hann á vin sinn Zed (Peter Greene) og hafa þeir í huga að nauðga þeim. Meðan þeir eru að koma sínu fram með Wallace losnar Butch og drepur hann Maynard og frelsar Wallace, Wallace tekur hann í sátt og leyfir honum að fara. Í enn aðra sögu sem gerist á milli þessa tveggja er Vincent nýbúinn að kaupa hörkufíkniefni af félaga sínum Lance (Eric Stoltz) og þarf þá að bjóða Miu Wallace (Uma Thurman) eiginkonu Marcellus út. Þau fara út að borða og dansa og fara svo aftur heim til hennar. Vega fer nú á klósettið og á meðan finnur Mia eiturlyfin hans og tekur of stórann skammt. Vega flýtir sér með hana til Lance og berjast þeir við að koma henni til lífsins á ný og tekst það á endanum. Í fjórðu sögunni er par sem rænir banka þetta er hins vegar ekki Bonnie og Clyde heldur Pumkin (Tim Roth) og Honey Bunny (Amanda Plummer) þau eru að spjalla á litlum veitingastað og kemur þá Pumkin með þá hugmynd að hætta að ræna banka og ræna veitingastaði, byrja á þessum sem þau er stödd á. Honey Bunny tekur vel í þetta og stöggva þau svo upp og grípa til vopna og öskra úr sér lungun. Það er samt einn hængur á, Þetta er sami staðurinn og Jules og Vincent eru staddir á. Vincent er á klósettinu þegar þetta gerist en Jules snýr þessu sér í vil og tekur Pumkin gísl við borðið og á meðan reynir að halda Honey Bunny rólegri. Hann heldur svo þessa svakalega ræðu en sleppir þeim svo.The End Myndin fékk Óskarsverðlaun fyrir handrit enda er skemmtilegt hvernig þessar sögu tengjast.
Triva
Eins og í Reservoir Dogs voru aðrir leikarar nefndir við persónurnar þ.á.m.
Jules: Paul Calderon (endaði sem Samuel L. Jackson)
Vincent: Michael Madsen, Daniel Day Lewis (endaði sem John Travolta)
Marcellus: Sid Haig (endaði sem Ving Rhames)
Butch: Sylvester Stallone, Matt Dillon (endaði sem Bruce Willis)
Jimmie: Steve Buscemi (endaði sem Tarantino)
Mia: Isabella Rossellini, Meg Ryan, Daryl Hannah, Joan Cusack og Michelle Pfeiffer (endaði sem Uma Thurman)
Vincent Vega er bróðir Vic Vega (Mr.Blonde) úr Reservoir Dogs. Michael Madsen átti að leika báða bræðurnar en gat ekki verið í Pulp Fiction vegnn annríkis.
Í hvert skipti sem Vega fer á klósettið gerist eitthvað slæmt (Jules næstum drepinn, Veitingastaðurinn rændur, Mia tekur of stórann skammt og hann er drepinn)
Steve Buscemi leikur Buddy Holly þjóninn sem tekur pöntun Mia og Vega.
Orðið fuck er notaði 271 sinnum
Spilinn “Operation” og “Life” sjást í bakgrunni meðan Vega og Lance eru að hjúka að Miu
Hlutverk Jules var samið sérstaklega fyrir Samuel L. Jackson en Paul Calderon negldi prufuna sína og fékk hlutverkið. Þegar Samuel frétti það flaug hann til Quentin og vildi fá aðra prufu og endurheimti þannig hlutverkið sitt.
Jules átti upphaflega að drepa Pumkin þegar þeir spjalla saman og skjóta síðan Honey Bunny strax á eftir, atriðið var tekið upp en ekki notað.
Jackie Brown (1997)
Í Jackie Brown er mikill og völdugur vopnasali sem heitir Ordell Robbie (Samuel L. Jackson). Hann sér um vopnasölu og græðir vel á því en hann þarf að nota burðardýr til að flytja bæði peninga og vopn. Einn af hans mönnum er Beaumont Livingston (Chris Tucker) og lendir Beaumont í vanda þegar hann er handtekinn með vopn á sér. Ordell bjargar því með því að borga hann útúr fangelsi með hjálp ábyrgðarmannsins Max Cherry (Robert Forster). Nokkru seinna hefur Ordell samband við Beaumont og biður hann að hjálpa sér, þegar Beaumont mætir á svæðið drepur Ordell hann. Ein vinkona og hálfgerð þjónustustúlka Ordell er Melanie(Bridget Fonda) og annar vinur hans er nýsloppin úr fangelsi Louis Gara (Robert DeNiro). Melanie er býsna hrifinn af Louis og ríður hann henni í eftirminnilegu atriði. Melanie: That's Japan. Louis: Uh, looks like… I can… It shows…Melanie: Wanna fuck? Louis: Yeah. Svo lendir Ordell aftur í klípu þegar annað burðardýr Jackie Brown (Pam Grier) er gripinn með $10.000 og dóp sem átti ekki að vera í pakkanum. Hún er handtekin af lögreglumönnunum Marg Dargus (Michael Bowen) og Ray Nicholette (Michael Keaton) sem vita alveg fyrir hvern hún vinnur. Til að enda ekki eins og Beaumont semur hún við Ordell (sem að borgaði hana út í gegnum Max) um að hjálpa til með peningasendingu til Ordell uppá $550.000 og í staðinn leika á löggurnar. Ordell tekur vel í það og samþykkir, en Jackie er með annað í huga. Hún og Max Cherry kynntust vel þegar hann leysti hana út oh hún fær hann til að hjálpa sér með að blekkja peningana útúr Ordell og blekkja löggurnar. Ein æfingaskipting er gerð með $10.000 og er þá vændiskonan Simone (Hattie Winston) fengin til að taka við peningunum frá Jackie Brown. Hún stingur svo af með peningana og þarf að setja aðra í staðinn fyrir hana. Ordell ákveður að setja Melanie í það og Louis fer með henni til að sjá til að allt gangi. Dagurinn kemur og planið er þetta að Jackie fari að máta föt og Melanie fari í næsta klefa við hliðina á og svo skipti þær undir veggina. Jackie breytir planinu sér í hag. Hún fyllir pokann af bókum og setur $50.000 efst í pokann. Hún kaupir jakkaföt og fer að máta þau, Melanie kemur í næsta klefa og tekur pokann sem bækurnar eru í sjálf hirðir hún $10.000. Louis hittir hana svo fyrir utan og dregur hana áfram enda var Melanie búin að vera mjög leiðinleg við hann í öllu ferlinu. Þegar þau komu útá bílastæði finnur Louis ekki bílinn sinn og gerir Melanie grín af honum útaf því eftir nokkrar mínútur af nöldri og stríðni fær Louis nóg og skýtur Melanie tvisvar. Á meðan er Jackie að flytja $500.000 sem hún hirti og setur þau í pokann sem Melanie kom með og skilur eftir í klefanum. Hún fer svo og lætur Ray og Marg vita af því að Melanie hafi ráðist á hana og tekið alla peningana. Max fer svo og spyr afgreiðsludömuna hvort konan sín gæti hafa gleymt poka í mátunarklefanum. Hann fær að ná í pokann og eru þá peningarnir í hans höndum. Louis fer og hittir Ordell og segjir honum hvað gerðist, eftir langt rifrildi drepur Ordell hann. Ray talar lengi við Jackie til að fá sögu hennar hreina og sannfærir Jackie hann. Ordell hefur svo samband við Max og ákveður Jackie að hitta hann. Ordell mætir á svæðið með Max sem gísl og situr þá Jackie í kolniðarmyrki. Ordell sleppir Max og labbar til Jackie og stökkva Nicholette og Dargan fram og skýtur Ray Ordell eftir viðvörun frá Jackie, Case closed. Nokkru seinna hafa Max og Jackie skipt fénu á milli sín og ákveður Jackie að stinga af til Spánar, samt ekki án þess að þau kyssist smá. The End.
Triva
Leikarar orðaðir við hlutverk
Ray Nicholette: John Travolta (endaði sem Michael Keaton)
Max Cherry: Robert DeNiro, Paul Newman,Gena Hackman og John Saxon (endaði sem Robert Forster)
Louis Gara: Sylvester Stallone (endaði sem Robert DeNiro)
Samuel L. Jackson hefur þrisvar í kvikmyndum gert grín að fólki sem þvær ekki á sér hendurnar eða gerir það ílla. Í þessari Jackie Brown (við Max Cherry) í Pulp Fiction (Við Vincent Vega) og í The Negotiator (Við gíslatökumanninn)
Jackie skoðar símsvarann sinn og kemur rafræna röddinn “You have one new messeges” Quentin Tarantino talar fyrir rafrænu röddina.
Hondan hennar Jackie Brown er sama Hondan og Butch átti í Pulp Fiction (Hún sést einnig í Kill Bill)
Ordell og Louis eru persónur úr bókinni The Switch eftir Elmore Leonard. Sem unglingur Quentin Tarantino var handtekinn fyrir að stela þessari bók úr búð.
Peningar sem notaðir voru eru alvöru peningar og var nákvæmlega sama upphæð og átt var við.
Louis og Melanie horfa á mynd þar sem er bílaeltingaleikur (þegar hún fer strjúka honum um klofið og hann er ekki í stuði) karlmaðurinn sem ekur bílnum er Peter Fonda pabbi Bridget Fonda (Melanie)
Kill Bill Vol.1 (2003)
Kill Bill fjallar um Kiddo (Uma Thurman) sem er leigumorðingi og vinnur fyrir Bill (David Carradine). Hún ákveður að hætta í þessu fagi og stingur af og er hún að fara að gifta sig þegar Bill finnur hana aftur. Hann mætir svo á brúðkaupsæfinguna og hefur með sér hina meðlimi liðs síns bróður sinn Budd (Michael Madsen), O-Ren Ishii (Lucy Lui), Vernitu Green (Vivica A. Fox) og þá eineygðu Elle Driver (Daryl Hannah). Bill spjallar við alla í kirkjunni og sest svo sem áhorfandi og koma þá hinir inn og drepa alla í kirkjunni. Kiddo lifir samt af og er lögð inná sjúkrahús þar sem henni er nauðgað meðvitundarlausri aftur og aftur af Buck (Michal Bowen) og félögum hans. Hún vaknar svo til lífsins þegar einn félaga hans er að undirbúa sig og drepur hún hann og kremur svo Buck í svölu atriði þar sem notast er við hurð. Hún stingur svo af og aðeins eitt er í huga hennar…Hefnd. Hún gerir svo lista yfir óþokkana og fyrst á listanum er O-ren. Kiddo útvegar sér Hanzo-sverð sem eru góð bardagasverð hönnuð af Hattori Hanzo (Sonny Chiba). Og svo þarf hún að eiga við O-ren sem er nú orðin einn valdamesti mafíuboss í Kína. Hún stjórnar einnig liðinu Crazy 88 ásamt Sofie Fatale (Julie Dreyfus) og Johnny Moo(Chia Hui Liu). Kiddo ræðst inná þarf að berjast við allt liðið þar á meðal lífvörð O-ren hina snargeðveiku GoGo Yubari (Chiaki Kuriyama) sem hún afgreiðir með naglaspýtu. Hún rífur sig í gegnum liðið og endar á roslegum bardaga á milli þeirra tveggja sem endar á því að O-ren missir ¼ af höfði sínu. Næst á listanum hennar Kiddo er Vernita Green. Hún heimsækir hana í eftirminnilegu atriði þar sem þær berjast í stofunni hennar Green og eyðileggja bókstaflega allt. Svo kemur dóttir Vernitu heim og hætta þær bardaganum og láta sem allt er í lagi og bíður Vernita Kiddo uppá kaffi. Þær spjalla um stund en endar með því að Vernita grípur til byssu sem er falin í morgunkornspakkanum "Kaboom. Kiddo er ekki sljó til og kastar hníf í Vernitu sem verður hennar bani, dóttirin er vitni af því. Kiddo ætlar svo að leggja til atlögu við næsta mann á listanum Budd en það þarf að bíða til næstu myndar. The End
Trivia.
Leikarar orðaðir við hlutverk
Bill: Warren Beatty, Kevin Kostner (endaði sem David Carradine, sem Beatty stakk uppá)
Johhny Moo: Michael Madsen (endaði sem Chia Hui Liu)
Quentin Tarantino liggur einhver staðar í líkhrúgunni þar sem Kiddo stendur yfir eftir stóra bardagann við Crazy 88
Leikararnir léku sér oft að því við tökur á myndinni að í lok senu horfðu þeir inní myndavélina og sögður Halló Sally, Sally Menke er sú sem klippti myndina.
Fyrsta myndin eftir Quentin Tarantino þar sem orðið fuck er notað sjaldnar en 100 sinnum. Bara 17 sinnum.
Michael Bowen (Buck) og David Carradine (Bill) eru bræður
Kill Bill Vol.2 (2004)
Nú er brúðurin Beatrix Kiddo (Uma Thurman) mætt aftur eftir að hafa kálað bæði O-Ren Ishii (Lucy Lui) og Vernitu Green (Vivican A. Fox). Næstur á listanum er Budd (Michael Madsen) sem er bróðir Bill (David Carradine). Bill fer og hittir bróðir sinn og segjir Budd þá það sem mér finnst vera flottasta setningin í myndinni. “ Budd: That woman deserves her revenge… and we deserve to die. But then again, so does she.” Budd fær svo heimsókn frá Kiddo og hefur hún stillt sér fyrir utan dyrnar á hjólhýsi Budd. Þegar hún opnar blasir fyrir framan hana Budd miðandi á hana haglabyssu og skýtur hann áður en hún áttaði sig á hvað væri á seyði. Sem betur fer var haglabyssan aðeins hlaðinn með salti en það var samt nóg til að Kiddo gat ekki varið sig. Budd tekur þá af henni sverðið og hringir í gamlan samstarfsfélaga Elle Driver (Daryl Hannah) og býður hann henni að kaupa sverðið. Elle segjir Budd að Kiddo verði að þjást til síðasta andardráttar. Budd bregður á það ráð að grafa hana lifandi, en Kiddo sleppur þegar hún notar bragð sem bardagameistarinn Pai Mei (Chia Hui Liu) kenndi henni. Elle mætir svo á svæðið með tösku fulla af peningum og kaupir sverðið af Budd. Budd segjir henni hvar Kiddo er grafin og fer svo að skoða töskuna og er þá bitinn af Svörtu mömbunni hennar Elle og deyr hann nokkru seinna. Kiddo snýr þá aftur í hjólhýsið og rekst þar á Elle og spjalla þær saman um stund og kemur einnig upp að Pai Mei var sem reif augað úr Elle þegar hún óhlýðnaðist honum, einnig sagði Elle að hún drap Pai Mei. Þær berjast svo um stund og endar það á að Kiddo rífur hitt augað úr Elle og skilur hana svo eftir þannig. Þá er aðeins einn eftir á listanum…Bill. Hún leitar hann uppi og þegar hún finnur hann kemst hún að einu óvæntu. Dóttir hennar sem hún var ólétt með þegar árásin var gerð í kirkjunni hefur lifað af og hefur Bill séð um hana síðan þá. Kiddo og Bill spjalla mjög lengi og talar Bill mikið um hvenær hún ætli að drepa hann. Samræðurnar enda á því að bradaginn hefst en er stuttur því Kiddo notar hjartastopsbragðið á Bill. Það er þannig að það þarf að berja á 5 sérstaka staði á líkama einhvers og eftir að hann tekur 3 skref springur í honum hjartað. Bill áttar sig hvað Kiddo gerði og spjalla þau aðeins sitjandi áður en Bill stendur upp labbar af stað og dettur niður dauður. The End
Trivia
Chia Hui Liu sem leikur Pai Mei lék Johnny Moo í fyrri myndinni
Kiddo talar í rauninni aldrei við Budd í myndinni
Eitt atriði var sleppt úr handritinu en þar birtist Yuki Yubari systir Gogo úr fyrri myndinni og reynir að hefna systur sinnar. Atriðið gerðist samt þó að það sé ekki nefnt. Eini tengiliðurinn er sá að í atriðinu eyðileggur Yuki “The Pussy Wagon” sem Kiddo stal af Buck í fyrri myndinni.
Líklega er það sem gerðist eftir þennan söguþráð það að Nikki dóttir Vernitu Green drepur Kiddo það hefur samt aldrei verið 100% staðfest
Aðeins 3 deyja í þessari mynd en 41 í fyrri myndinni
Daryl Hannah bað um að fá að spinna upp atriðið þar sem hún missir vitið eftir að augað er rifið úr henni. Hún gerði það og náði ætlunarverki sínu að fá Quentin Tarantino til að skellihlægja.
Kiddo átti að skera Elle á háls en hætt var við það
Michael Madsen notar mikið af töktunum sem hann hafði í Reservoir Dogs þ.á.m. að halla sér upp að einhverju
Heimildir: www.imdb.com