Örlítil kvikmyndasaga Saga kvikmyndavélarinnar

Fyrsta kvikmyndavélin var myndavél í laginu eins og riffill og gat tekið 12 myndir á sekúndu. Hún var hönnuð árið 1882 af Frakkanum Etienne-Jules Marey. Uppfinningamaðurinn Tómas Alva Edison kynnti svo árið 1893 kassalega sýningarvél sem sýndi einum áhorfanda örsmáar svarthvítar kvikmyndir. Vélina nefndi hann Kinetoscope.


Fyrsta sýningarvélin

Hinn 28. desember 1895 frumsýndu Lumiãre-bræðurnir frönsku, Louis og Auguste, tíu örstuttar kvikmyndir á Ciématographe-vél sinni sem varpaði myndunum á tjald. Þetta fór fram á kaffihúsi frammi fyrir 35 áhorfendum.


Fyrsta kvikmyndin

Bandaríkjamaðurinn D.W. Griffith gerði fyrstu kvikmyndina sem var mikið listaverk. Þetta var myndin „The Birth of a Nation” frá árinu 1915. Myndin var tvær og hálfar klukkustundir og fjallaði hún um þrælastríðið í Bandaríkjunum,
aðdraganda þess og eftirmálum. Kvikmyndin hefur á okkar dögum verið gagnrýnd harðlega fyrir kynþáttafordóma, en meðal aðalhetja myndarinnar eru stofnendur Ku Klux Klan sem berst gegn tilraunum afróamerískra þræla til að ná völdum.


Fyrstu kvikmyndaár Íslands

Sumarið 1903 komust landsmenn fyrst í snertingu við kvikmyndir en þá voru á ferð um landið tveir útlendingar, þeir D. Fernander og R. Hallseth og sýndu þeir stuttmyndir um allt land. Fóru þeir fyrst til Akureyrar og var þar fyrsta kvikmyndasýning á Íslandi haldin, en það var 27. júní 1903. Að því loknu lögðu útlendingarnir leið sína í höfuðborgina. Í Reykjavík sýndu þeir í Iðnaðarmannahúsinu við hrifningu bæjarbúa. Upphaflega ætluðu þeir aðeins að vera í nokkra daga eða frá 27. júlí til 2. ágústs en aðsók var mikil og þurftu þeir því að setja upp aukasýningar. Á fyrstu sýningunni var troðfullt hús og miðar seldust upp á tveimur tímum og næstu kvöld voru allir aðgöngumiðar seldir jafnhratt og salan byrjaði og meirihlutinn var pantaður fyrirfram. Raunar var sagt að ekki hefði verið meiri aðsókn að neinni skemmtun í bænum en þessum myndasýningum. Þannig höfðuðu kvikmyndirnar strax sterklega til Íslendinga.


Lengd kvikmyndar

Í nútíma kvikmyndagerð skiptir lengd kvikmyndar miklu máli. Bæði fyrir framleiðendur og leikstjóra. Sumar myndir mega hreinlega ekki vera of langar og sumar ekki of stuttar. En hver ætli sé lengsta kvikmynd sögunnar? Lengsta Hollywood kvikmynd sögunnar ef það má orða það þannig er Cleopatra, sem gerð var árið 1963 og skartaði hinni vel þekktu Elizabeth Taylor. Cleopatra var 4 klukkustundir og 3 mínútur. Andy Wharol gerði tvær myndir sem voru mjög langar og var sú fyrri 6 klukkustunda löng og hét Sleep. Seinni hét Empire og var 8 klukkustunda löng og sýndi allan tímann mynd af Empire State byggingunni. En lengsta kvikmyndaða mynd sögunnar er neðanjarðarframleiðsla sem framleidd var og gerð í Bretlandi árið 1970. Sú mynd er lengsta kvikmynd sögunnar og en er hún í 48 klukkustundir. Myndin ber nafn með réttu en hún heitir: „The Longest and Most Meaningless Movie in the World”.

Hér er listi yfir myndum sem eru þekktar fyrir að vera þónokkuð langar:

• Ben Hur: 3 klst og 32 mínútur.
• Cleopatra: 4 klst og 3 mínútur.
• Gone with the Wind: 3 klst og 42 mínútur.
• Heaven’s Gate: 3 klst og 39 mínútur.
• Lawrance of Arabia: 3 klst og 42 mínútur.
• Nixon: 3 klst og 42 mínútur.
• Spartacus: 3 klst og 18 mínútur.
• The Ten Commandments: 3 klst og 40 mínútur.
The Anonymous Donor