Núna er ég reiður, ég var á irkinu áðan og frétti að það ætti að vera 18 ára aldurstakmark í nýju lúxussalnum hjá Smárabíó og Sambíó.
Hver er ástæðan fyrir þessari vitleysu? Andskotans áfengissala! Að hafa áfengissölu í bíó er mesta vitskerðing sem ég veit um! Getiði ímyndað ykkur kannski á Lord of the Rings, góður fílingur, myndin spennandi og allt. Kemur ekki einhver blindfullur náungi og byrjar að syngja og vera með læti. Ég yrði alveg brjálaður útaf þessu. Þar sem ég er ekki orðinn 18 ára verð ég að fara með foreldrum mínum, það er náttúrlega leyft í fylgd með foreldrum, en það minnir mann bara á 5 ára aldurinn!
Þetta er náttúrlega ekki alveg 100% öruggt en ég veit að það á að vera áfengissala þarna og þar með gæti bannið alveg orðið að veruleika. En af hverju að hafa ekki bara 18 ára aldurstakmark á áfengissölunni sjálfri!? Í stað þess að banna manni að fara í bíó? Þetta er alveg ótrúlegt..
Hvað finnst ykkur um þetta? Ef þetta eru vitlausar upplýsingar þá vinsamlegast leiðréttið mig, ég vill ekki koma af stað einhverju ósönnu, en ef þetta er satt þá er ég orðinn pissed off.