En sökum þess hversu slakar hryllingsmyndirnar hafa verið þá hafa stórfyrirtækin algjörlega farið framhjá hryllingsmyndaaðdáendunum og hafa lent á hinum almenna áhorfenda í staðinn. Svo tómarúmið er enn til staðar.
Ástæðan fyrir því að tómarúmið er enn þarna er vegna þess að hinir sönnu hryllingsmyndaaðdáendur eru frekar sérstakur hópur. Það þýðir í raun ekki að reyna plata hann inn á stórbíómynd nema að uppfylla ákveðna staðla. Ef þessir staðlar eru ekki til staðar situr hann bara heima og horfir á Evil Dead í hundraðasta sinn frekar en að fara á myndina í bíó. Hryllingsmyndaaðdáandinn mun nánast alltaf taka ódýru hryllingsmyndina fram yfir stóru Hollywood myndina því hún uppfyllir þessa ákveðnu staðla. Hún er hrá, oftast með góða sögu þó hún sé fáranleg, hún býður upp á hrylling eða splatter, áhugaverðar persónur og það sem skiptir mestu máli: Myndirnar reyna á ímyndunarafl áhorfandans.
Nú í rúm 10-15 ár hefur þetta tómarúm staðið yfir og lítið af góðum hryllingsmundum komið út. Seinasta góða hryllingsmyndin frá Wes Craven var 1996 þegar Scream kom út. Seinasta mynd John Carpenter sem var góð var In the Mouth of Madness sem kom út 1995. Það tók það George A. Romero 20 ár að koma með góða mynd. Seinasta myndin var Land of the Dead sem kom út í fyrra. En þar á undan var það Day of the Dead frá 1985. Svo eru nokkrir í viðbót sem voru mjög góðir en ákváðu að hætta í hryllingsmyndagerð og fara yfir í almennar bíómyndir. Joe Dante, Tobe Hooper, Sam Raimi og David Cronenberg svo einhverjir séu nefndir. En allt eru þetta menn svo voru og eru enn hátt metnir innan hryllingsmyndageirans en eru hættir að gera hryllingsmyndir. Joe Dante virðist reyndar vera farinn að snúa sér aftur að hryllingsmyndum enda hefur ferilinn hans verið á niðurleið undanfarin ár. Sam Raimi hefur verið mjög duglegur við að styðja við nýjar hryllingsmyndir en hefur hingað til ekki hitt á góða.
Í dag virðist þó sem nýir menn séu að koma inn með Eli Roth fremstan í flokki. En margir búast við að hann eigi eftir að hafa mikil áhrif á hryllingsmyndageirann á næstu árum. Reyndar virðist sem það hafi dregið nokkuð úr þeim væntingum eftir nýjustu mynd hans, Hostel. En þó henni hafi gengið vel hjá hinum almenna áhorfanda þá fór hún ekkert svo vel ofan í hryllingsmyndaaðdáendur og hafa margir misst trú á honum sem sá sem á að lífga upp á hryllingsmyndageirann. Og ekki skánaði álitið á honum þegar menn sáu að hann væri fallinn fyrir peningagræðginni og ætlar að gera mynd nr. 2.
En hvað er framundan hjá Eli Roth? Ég er ekkert svo viss um að hann mundi endast lengi í hryllingsmyndabransanum. Hann er að fara gera framhaldið af Hostel en á undan henni kemur út gamanmynd og svo ætlar hann að reyna að gera hryllingsmynd eftir einni af smásögum Stephen King. Ef hann klikkar á að gera góða hryllingsmynd út frá þeirri sögu þá er ég ansi hræddur um að hann hafi klúðrað málum og eigi ekki afturkvæmt sem einn af brautryðjendum í hryllingsmyndum.
Annar sem hefur skotist upp á toppinn í hryllingsmyndageiranum er frakkinn Alexandre Aja. En franska myndin High Tension skaut honum upp á toppinn þar sem ofbeldi og hrottaskapur var í fyrirrúmi í þessari mynd í anda hryllingsmynda frá 1970-80. Ólíkt því sem Eli Roth gerði í Hostel svínvirkaði hrottaskapurinn hjá Aja og hryllingsmyndaaðdáendur tóku honum fagnandi. Næsta verkefni Aja var endurgerðin af The Hills Have Eyes sem gerði Wes Craven að stórnafni innan hryllingsmyndana árið 1977. Þegar það fréttist út að Aja ætti að fara endurgera þessa cult hryllingsmynd þá voru margir sem afskrifuðu hann.
En Aja sýndi það að þótt að hann hefði tekið við stórverkefni þá hélt hann enn í það sem hryllingsmyndir snúast um og slapp frekar vel frá þessu verkefni. Ekkert var dregið úr hrottaskapnum þó þetta væri stórmynd frá Hollywood og í staðinn fyrir að Aja mund verða jarðaður af hryllingsmyndaaðdáendum þá tókstu honum það vel upp að honum tókst að festa sig meðal þeirra sem menn búast hvað mest við á næstu árum innan hryllingsmyndana og er búinn að skáka Eli Roth sem ein af framtíðarvonum hryllingsmyndageirans. Og hann varð enn vinsælli þegar hann neitaði því að leikstýra framhaldinu af The Hills Have Eyes.
Í dag er hann með tvær nýjar hryllingsmyndir í vændum sem báðar virðast byggjast upp á hrottaskap og er óhætt að segja að maður bíði spenntur eftir þeim myndum. Alexandre Aja virðist því vera búinn að tryggja sig í hryllingsmynda geiranum og er það í raun bara spurning um hvað hann ætlar að vera lengi að gera hryllingsmyndir því aðdáendur hryllingsmynda munu alltaf taka vel á móti hans myndum.
Næstur sem menn binda miklar vonir við er James Gunn. En það furðulega við hann er að menn voru farnir að búast við miklu af honum áður en hann gerði nokkurn skapaðan hlut. Þessar væntingar sköpuðust að mestu leyti eftir að hann skrifaði handritið af endurgerðinni af Dawn of the Dead. En þrátt fyrir að Gunn hafi skrifað handritið af Scoopy-Doo 1 og 2 þá hefur það ekkert dregið úr væntingum manna um gæði hans sem hryllingsmyndaleikstjóra. Svo loks í vetur settist hann í leikstjórastólinn og leikstýrði sinni fyrstu mynd, Slither. Sú mynd sló heldur betur í gegn hjá hryllingsmyndaaðdáendum og sýndi það að þessar miklu væntingar mann til Gunn voru á góðum grunni reistar.
Menn vita í raun ekkert hvað James Gunn ætlar að gera næst. Hann virðist fara sínar eigin leiðir og gera það sem honum langar til sem margir hryllingsmynda aðdáendur eru frekar ósáttir við því loksins þegar væntanlega stjarna innan geirans kemur upp þá vilja menn auðvitað fá meira frá honum.
Tveir kvikmyndagerðamenn skutust svo upp á sjónarsviðið árið 2004 þegar Saw kom út. Leigh Whannell sem er frá Ástralíu og James Wan sem er frá Malasíu. Leigh Whannell virðist ætla fylgja Saw sögunni næstu árin. En James Wan hefur hingað til harðneitað að vinna með stórfyrirtækjum frá Hollywood þar sem hans sjónarmið, eins og flestra annarra hryllingsmyndaaðdáenda, er að þegar stórfyrirtækin komast í hryllingsmyndirnar þá missa þær þennan sérstaka neista sem ódýrara hryllingsmyndir hafa.
En þeir félagar eru þó ekki hættir að vinna saman þó þeir séu farnir sitt í hvora áttina því á næsta ári munu þeir félagar senda frá sér eina hryllingsmynd. En hvað tekur við hjá þeim er óvíst. Einhverja hluta vegna hafa þeir ekki verið taldir sem einir af framtíðarvonum hryllingsmynda geirans. Líklegasta skýringin á því er örugglega sú að þeir vilja ekki vinna með stórfyrirtækjum og því hafa þeir einfaldlega orðið undir í allri umræðu. Ekki það að þeir hafi ekki hæfileikana og getuna til að slá í gegn. Þeir eru líklega þeir sem gætu komið hvað mest á óvart og orðið einir af stærstu í hryllingsmynda geiranum. En aftur á móti ef þeir klikka þá mun enginn taka eftir því.
Svo er það sá seinasti sem miklar væntingar eru bundnar við í dag og hann er sá sem ég bindi líka mjög miklar væntingar við. En það er bretinn Neil Marshall. Neil Marshall þurfti nú bara eina mynd til að sanna sig. En það var Dog Soldiers. Að gera varúlfamynd sem er góð er eitthvað sem bara allra bestu hryllingsmyndaleikstjórarnir geta gert. Í mínum huga eru aðeins til 3 varúlfamyndir sem teljast sem góðar myndir og Dog Soldiers er ein af þeim. En það var ekki nóg að eiga bara eina af bestu varúlfamyndum sem gerðar hafa verið heldur varð Neil Marshall líka að eiga eina af bestu hryllingsmyndum sem hafa verið gefnar út. Og sú mynd kom út í fyrra, The Descent. Og þetta er aðeins hans önnur mynd í fullri lengd.
Þessar tvær myndir hjá honum hafa komið honum svo hátt innan hryllingsmynda geirans að hann er í dag talinn einn af þeim bestu. Krafa aðdáenda Alien seríunnar er einföld. Neil Marshall er sá sem á að endurlífga seríuna. Þetta segir mikið um það orðspor sem hann hefur unnið sér inn með aðeins tveimur myndum. Ef hann mundi leikstýra Alien 5 þá væri það mynd sem ég mundi pottþétt borga mig inná. En svo er spurningin hvort hann vill vinna með stórfyrirtækjum og eins hvort Fox vætu tilbúnir að gefa honum fullt frelsi til að gera myndina. Því það hefur lengi loðað við Fox að þeir skipti sér full mikið af þeim verkefnum sem eru í gangi og oftast nær ræður leikstjórinn engu um endanlega útgáfu myndarinnar.
En hvað tekur við hjá Neil Marshall? Næsta verkefni hans er framtíðarmyndin Doomsday sem kemur út á næsta ári. Og hvort hann haldi áfram að gera hryllingsmyndir í framtíðinni á eftir að koma í ljós. Ef stórfyrirtækin kaupa hann þá er ég ansi hræddur um að allir þessir hæfileikar sem hann hefur fara fyrir lítið og að hann verði enn einn meðaljóninn.
En það eru margir aðrir þarna úti sem ég mundi vilja að þeir helguðu sér hryllingsmyndagerð og ég er viss um að þeir mundu standa sig vel ef þeir mundu gera það. Ég mundi t.d vilja sjá Edgar Wright og Simon Pegg gera fleiri hryllingsmyndir því þeim tókst svo vel upp með Shaun of the Dead. Eins verð ég að viðurkenna að ég mundi vilja sjá Paul W.S Anderson einbeita sér að hryllingsmyndum. Hann á í dag eina topp hryllingsmynd, Event Horizon. En hann er í eigu stórfyrirtækja þessa dagana og líklega mun Event Horizon verða eina góða hryllingsmyndin sem hann mun gefa út.
En eitt er allavega ljóst í dag. Það eru margir að koma upp í dag sem geta lífgað allhressilega upp á hryllingsmyndaiðnaðinn og jafnvél að annað blómaskeið í uppsiglingu en seinasta blómaskeið hryllingsmyndana var frá 1977-1987.
Helgi Pálsson