Það er auðvitað auðvelt að byggja álti sitt á reynslu af dagskrá Sjónvarpsins frá fyrri árum og segja að hún sjúgi feitan. Þeir grunnhyggnu sem viðra skoðanir sýnar á þann hátt án þess að kanna málið nánar gera lítið eitt annað en að opinbera eigin heimsku. Sem starfsmaður Sjónvarpsins get ég fullvissað hina sem eru tilbúinir að trúa hið góða í tilverunni að dagskráin ER AÐ BATNA. Nýlega tók við nýr innkaupastjóri og er hún að vinna mikilfenglegt starf í þágu almannaálits. Ég vil benda á snilldar þætti eins og That 70's Show, Sopranos, margverðlaunaðan og umtalaðan þátt, Popular sem hefur göngu sína í vetur auk Disney samnings sem sem stöð 2 VAR með. Fylgist vel með vetrardagskránni, hún kemur til með að verða bland í poka sem allir geta sætt sig við, en umfram allt, passið fordómana.