Jæja, þar sem aðsókn á áhugamálið hefur dalað heldur síðastliðna máli er kominn tími til að grípa í taumana. Af þeim sökum stendur hugi.is/kvikmyndir fyrir tveimur samkeppnum næsta rúma mánuðinn. Annars vegar er um að ræða greinasamkeppni og hins vegar bannersamkeppni.
Í báðum keppnum fær sigurvegarinn 10 fríar spóluúttektir á Bónusvideo.
Greinasamkeppni
Greinasamkeppnin fer þannig fram að þeir sem vilja senda inn grein sem er háð nokkrum skilyrðum. Greinahöfundar hafa nokkuð frjálsar hendur með efnistök en þó verður greinin að vera þess eðlis að allir geti lesið þær. Í öðrum orðum má hún ekki innihalda spilla (spoilera). Þess vegna er þátttakendum ráðlagt að skrifa gagnrýni t.d. um sína uppáhaldsmynd. Tilmæli um lengd eru á bilinu 300-500 orð en þessi mörk eru sveigjanleg (þó alls ekki styttri en 200 orð). Ekki heldur hafa hana of langa þar sem einhver þarf að lesa allar greinarnar.
Bein frásögn af söguþræði myndarinnar má ekki vera lengri en 50 orð. Ástæðan fyrir þessu er að hingað hafa verið sendar heilu greinarnar sem eru ekkert nema upptalning á atburðum sögunnar. Þess lags greinar skila engu; þeir sem hafa séð myndina verða einskis vísari og þeir sem hafa ekki séð hana geta ekki lesið. Því skulu þátttakendur takmarka söguþráðartal eins mikið og hægt er.
Ekki hefur enn fengist dómari en til af hlutleysis verður reynt að finna einhvern utanaðkomandi. En ef allt fer í bál og brand munu stjórnendur kvikmyndaáhugamálsins velja sigurvegara.
Bannersamkeppni
Í gegnum árin hefur oft verið rætt um að fá nýjan banner á áhugamálið og kannski er kominn tími til. Í frekar nýlegri könnunn var komist að þeirri niðurstöðu að breytinga væri þörf og nú verður af því.
Bannerinn á að vera í stærðinni 254*54 pixlar og það eru í raun einu skilyrðin fyrir utan það að enginn texti á að vera á honum. T.d. er hægt að senda ramma úr uppáhaldsmyndinni eða einhverja ljósmynd sem ykkur finnst einkenna kvikmyndir. Svo er alltaf hægt að koma með eitthvað frumsamið. Kosið verður lýðræðislega um sigurvegara með könnun og gamli bannerinn verður þar með. Þetta er til að koma í veg fyrir að ef aðeins einn banner verður sendur inn vinni hann sjálfkrafa. Verði svo ástatt að gamli bannerinn vinni kosninguna fær höfundur efsta bannersins fyrir utan hann verðlaunin.
Bannera skal senda á spalinn hjá gmail.com
Trivian góða byrjar svo af fullum krafti í næstu viku og vonandi verður septembermánuður okkar besti.