How come Andrew gets to get up? If he gets up, we'll all get up, it’ll be anarchy!“

Ég ákvað að skrifa þessa grein í kjölfar þess, að ég sá þess mynd aftur fyrir tveim vikum. Vó, svaka lengi síðan maður hefur verið svo yfirkominn af nostaglíu. Þessi mynd kemur manni óneitanlega í góðu skapi, líkt og Goonies gerir. Þessi mynd er hluti af glæstu kvikmyndasafni John Hughes frá níunda áratuginn, eða eins og ég kýs að kalla það tímabil, 80´s. Hann skrifaði handritið og leikstýrði hana. Hún gerist í
Chicago. Þessi mynd er í flokki með Fast Times at Ridgemount High og Pretty in Pink.

Myndin byrjar svona

And these children
that you spit on
as they try to change their worlds
are immune to your consultations.
They're quite aware
of what they're going through…”
David Bowie

Þessi mynd kom ári eftir Sixteen Candles. Ef þið hafið ekki séð The Breakfast Club þá ættuð þið að hætta þennan lestur. Þessi mynd fjallar um fimm einstaklinga, sem þurfa að setja eftir í skólanum á laugardegi. Skólastjórinn táknar hinn dæmigerða meinhæðna fullvaxtna manneskju, sem hreinilega skilur ekki unglinga. Hann skipar þeim að hafa þögn, skrifa ritgerð og segir þeim óbeint helzt að deyja úr leiðindum. Í staðinn fyrir að leyfa deyfðinni að ráða ríkjum, þá ákveður Bender( Judd Nelson) að gera eitthvað í málanum. Öll lætin hefjast þegar Bender tekur skrúfuna út úr hurðinni.
Að sjálfsögðu eru unglingarnir fimm flokkaðir í snyrtilegum staðalmyndum, til þess að allir geta fundið einhvern, til þess að samsinna sjálfan sig við! Andrew er hinn dæmigerði og vinsæli íþróttagarpur, Claire er gella skólans sem er væntaleg Homecoming Queen, Brian er “MR-ingur” eða “nördið”, sem hugsar bara um eðlisfræði, stærðfræði og latínu, Allison er feimna stúlkan sem er viðutan. Bender er vandræðagemlingurinn sem á erfitt heima hjá sér. Annars til gamans, það má segja að Claire sé í Verzló, Allison og Bender í MH, og Andrew í MS.
Eins og gefur tilkynna, þá er þessi hópur ekki beinlínis líkur, en að sjálfsögðu gefur það auga leið, að þau hafa þroskast heilmikið á þessum einum degi. Þau ná saman og deila ýmislegt um hvort annað sem hefur hrjáð þeim, og sumir hafa stærri vandamál en aðrir. Allavega ætla ég ekkert að tala um myndina frekar. Það er auðveldlega hægt að skrifa meira.


Allir vita hverning er að vita unglingur, en sjaldan hefur jafnt ljóðrænt þrekvirki verið unnið í bíomynd, yfir erfiðleikum unglingaskeiðsins eins og þessar línur hérna.

Dear Mr. Vernon: We accept the fact that we had to sacrifice a whole Saturday in detention for whatever it is we did wrong, but we think you're crazy for making us write an essay telling you who we think we are. You see us as you want to see us: in the simplest terms and the most convenient definitions. But what we found out is that each one of us is a brain, and an athlete, and a basket case, a princess, and a criminal. Does that answer your question?
Through me is the way to the sorrowful city.