Human nature fjallar í stuttum dráttum um þrjár persónur: Létt klikkaðan vísindamann (leikinn af Tim Robbins), náttúruelskandi konu hans (Patricia Arquette) og villimanninn (Rhys Ifan, HA, HA SNILLD) sem þau finna, fæddan og alinn í villtri náttúrunni. Sem vísindamaður vill Nathan kenna honum siði hins vestræna heims á meðan Lila, konan hans, er tilbúin að gera allt til þess að halda í fortíð villingsins sem tákn algers frelsis. Upp úr þessu sprettur mjög óvenjulegur ástarþríhyrningur sem sýnir vel hinn falda pervisma í hjarta mannskepnunnar og sérkenni hins siðfágaða huga.
Myndinni er leikstýrt af Michel Gondry, en hann hefur m.a. gert 6 myndbönd fyrir hana Björk. Handritið er skrifað af Charlie Kaufman, sá hinum sama og skrifaði Being John Malkovich.
P.s. Hægt er að sjá 10 teasera hjá JoBlo vini okkar.