
Í byrjun myndarinnar eru nokkrir timburmenn(ekki þynnka) heldur alvöru skógarhöggsmenn að koma niður af fjöllum í pallbíl á miklum hraða. Þeir hafa ótrúlega sögu að segja af félaga þeirra Travis Walton. Þeir halda því fram að honum hafi verið rænt af geimverum upp í fjöllunum. Fólkið í smábænum trúir ekki orði sem þeir segja og halda því fram að mennirnir hafi drepið Travis. Fógetinn er fenginn á staðinn og mennirnir segja honum hvernig þetta atvikaðist.
Myndin gerði mig drulluhræddan á sínum tíma( enda aðeins rétt fermdur) því geimverurnar eru mjög óhugnalegar og í raun öll atriðin með verunum mjög creepy. Ég mæli með því að sci-fi aðdáendur kíkji á þessa mynd út á leigu ef þeir eru ekki búnir að sjá hana. Í aðalhlutverkum eru D.B. Sweeney,Robert Patrick(T-1000),Craig Sheffer,Peter Berg,Henry Thomas og James Garner. Leikstjórinn hefur lítið annað merkilegt gert og heitir Robert Lieberman.
Vona að þið kíkið á hana
Góða skemmtun
-cactuz