Þar sem ég hafði séð fyrri myndina bjóst ég ekki við jafn mikilli snilld og hún var, en aftur að Hannibal, ég fór í bíó fullur eftirvæntingar um mikið blóðbað og snilldar leik frá flestum leikurum, en hvað gerðist myndin var ekkert svo ógeðsleg.
T.d atriðið þar sem Hannibal hengir ítölsku lögguna og innyflin hrynja út, það átti að vera virkilega ógeðslegt en það sást næstum því ekkert, þetta voru bara eins og pylsulengjur, ég hafði einnig heyrt frá atriði þar sem Hannibal lætur Mason Verger, fyrrverandi sjúkling skræla af sér andlitið og mig hlakkaði geysilega mikið til en hvað gerðist? Myndavélin flökti og litirnir voru mjög daprir þar sem það var flashback. En brúnin á mér lyftist aðeins, en ekki mikið í enda atriðinu þegar Hannibal étur heilann úr Ray Liotta sem átti það skilið þar sem hann hafði verið leiðindaskarfur í gegnum alla myndina, en samt var þetta ekki það mikla og gífurleg flotta magn af ofbeldi sem ég bjóst við.
Kvikmyndagagnrýnendur og kvikmyndaskoðendur ættu bara að fara að hugsa sinn gang og hætta öllum tepruskap þegar það kemur að ofbeldi í bíómyndum.
En samt skemmti ég mér mjög vel allir léku frábærlega og þá sérstaklega Anthony Hopkins og Gary Oldman.
Þessi mynd var ekki jafn góð og fyrirrennarin en góð engu að síður.
***1/2 af *****
Þess má geta að ég er ekki kynþáttahatari, ég hata alla jafnt.