Nýr ótrúlegur trailer fyrir Lord of the Rings! Sumir spyrja sig nú kannski af hverju það er ástæða fyrir því að kynna
enn einn trailerinn fyrir LOTR en þessi er einfaldlega öðruvísi.

Sem sagt, nýr trailer fyrir Fellowship of the Ring var sýndur í
bandaríska sjónvarpinu í gær og 15 mínútnum seinna fór hann á netið.
Hann er 3 mínútna langur (sá allra lengsti hingað til) og sýnir alveg
ótrúlega margt nýtt í mun betri gæðum en áður.
Ein ástæðan fyrir gæðunum er auðvitað sú að New Line var að skipta
úr Realplayer yfir í Quicktime á ný og verða allir komandi trailerar í
Quicktime héðan í frá.

Ég veit ekki hvort að þetta skiptir öllu en það er vissulega skemmtileg
tilviljun að ég sendi New Line kvörtun fyrir 2 dögum síðan þar sem ég
kvartaði undan því að allt vídeóefni þeirra (þ.m.t. trailerar) væri á
Realplayer streaming sniði.

Auk þess sem hægt er að ná í trailerinn hér:
www.apple.com/trailers/newline/fellowship_of_the_ring/

…þá er einnig hægt að skoða trailerinn ramma fyrir ramma hér:
http://www.lordoftherings.net/join/realchannel/framebyframe/lotr_fra
mes.html

Mín skoðun er sú að þetta er langflottasti LOTR trailerinn hingað til.
Að fá að heyra persónurnar tala og margt fleira er þvílík upplifun og
skemmtilegt hvað hann er langur.