Trivia 23 var mjög skemmtileg fannst mér en það jók ekki á skorkortin, hér koma samt úrslitin. 16 manns tóku þátt sem er ekki það mikið, bjost satt að segja við meiru.
clover … 10
wolfram, arnarj … 9
thedoctor, sofus … 7
rfm … 6 1/2
viddi … 6
nokiddin, VOB … 5
kitiboy, Xamnas, huztler, babbo … 4
girlygirl … 3 ½
Foringinn … 2
THT3000 … 1
1. wolfram, kitiboy, arnarj, Xamnas, thedoctor, viddi, nokiddin, girlygirl, Foringinn, sofus, huztler, clover, rfm, babbo.
2. thedoctor, girlygirl, huztler, clover, rfm,
3. wolfram, arnarj, thedoctor, viddi, nokiddin, girlygirl ½, Foringinn, sofus, clover, rfm.
4. wolfram, arnarj, Xamnas, nokiddin, sofus, clover, babbo.
5. wolfram, arnarj, thedoctor, viddi, clover, VOB.
6. wolfram, kitiboy, arnarj, thedoctor, viddi, sofus, clover, VOB, rfm.
7. wolfram, kitiboy, arnarj, THT3000, viddi, sofus, huztler, clover, VOB, rfm, babbo.
8. wolfram, arnarj, Xamnas, nokiddin, girlygirl, huztler, clover.
9. wolfram, kitiboy, arnarj, thedoctor, sofus, clover, VOB, rfm.
10. wolfram, arnarj, Xamnas, thedoctor, viddi, nokiddin, sofus, clover, VOB, rfm, babbo.
Heildarstaða:
sofus … 177
clover … 155 ½
rfm … 119 1/2
tactical … 102
zailex … 98
1. Hljóðfæri eitt hefur spilað stór hlutverk í fjölmörgum myndum. Þar á meðal í Óskarsverðlaunamynd frá tíunda áratugnum sem fjallar um afar fámála konu og dóttur hennar sem þurfa að flytjast búferlum til Nýja Sjálands. Nýleg mynd þar sem hljóðfærið kemur einnig við sögu segir frá manni sem sleppur úr illum klóm húsbónda síns og kemst í fóstur hjá gömlum, blindum manni sem vinnur við hljóðfærið umtalaða. Hvert er hljóðfærið?
Píanóið hefur ávallt þótt tjá tilfinningar söguhetjanna vel. Myndirnar sem minnst var á eru The Piano frá 1993 og Danny the Dog með Jet Li en þar leikur Morgan Freeman blindan píanóstilli sem tekur að sér Li og kennir honum sitthvað um lífið.
2. Stikkorð: Fugl. Hefnd. Konungdæmi. Faðir. Klettar. Hvaða mynd er hér átt við?
Síðasta stikkorðaspurningin þar sem Fargo var rétt svar var sáraeinföld og ég ákvað að finna aðeins erfiðari orð til að lýsa viðkomandi mynd. Ég ákvað að velja Konung Ljónanna í þetta sinn og náðu þessi vel völdu orð að hrista aðeins upp í mönnum því það voru fáir sem negldu þessa spurningu.
3. Fyrir langalöngu kom út gríðarumdeild mynd sem innihlélt mikið kynþáttafordómum myndin markaði þrátt fyrir það tímamót í kvikmyndagerð. Tæpum átta áratugum eftir útkomu myndarinnar var brot úr henni notað í atriði í annarri mynd sem segir frá ævi og ferðalögum manns sem er aðeins á eftir öðrum. Atriðið var notað þar sem aðalsöguhetjan segir eftir hverjum hann var nefndur. Hvað heita þessar tvær myndir?
Eldgamla myndin sem átt er við nefnist The Birth of a Nation og er frá árinu 1915. Sú mynd er sannkallaður hornsteinn í kvikmyndagerð en olli miklu fjaðrafoki á sínum tíma vegna stórs hlutverks Ku Klux Klan í myndinni. Smá klippa úr The Birth of a Nation var síðan notuð í Forrest Gump þar sem Forrest er að segja frá því að hann var skírður eftir “General Nathan Bedford Forrest” sem stofnaði samtökin alræmdu.
4. Í hvaða mynd kemur lykilorðið “Hvít skeldýrasúpa að hætti Nýja-Englands” við sögu?
Hér var gáð hvernig þið hefðuð Ace Ventura: Pet Detective á hreinu en eftir að hafa strollað í gegnum tónleika með Cannibal Corpse kemur hann að læstri hurð og sárvantar að komast inn en lykilorðið inn er “New-England clam chowder”. Ace bætir síðan við stuttu síðar að hún er hvít.
5. Í frægri mynd segist persóna ein aldrei horfa á sjónvarp en síðar í myndinni vitnar sama persóna í frægan lögregluþátt. Persóna þessi á bróður sem birtist í annarri mynd eftir sama leikstjóra en þeir birtast ekki saman í þessum tveimur myndum. Hvað heita þessir bræður?
Einhverjir muna kannski eftir því þegar Jules og Vincent eru að ræða “pilots” í Pulp Fiction. Þar segist Vincent ekki vita hvað “pilot” sé því hann horfi ekki á sjónvarp. Síðar í myndinni segir hann hins vegar frá atviki í lögregluþáttunum Cops. Vincent á bróður sem birtist í Reservoir Dogs og ber hann heitið Vic en báðar myndirnar eru eftir Quentin Tarantino.
6. Hver er þetta?
Þetta ku vera Sofia Coppola sem er dóttir Francis Ford Coppola. Hún hefur leikið eitthvað en einnig leikstýrt en hún leikstýrði Lost in Translation á sínum tíma.
7. Úr hvaða mynd er þetta skjáskot?
Elizabeth Hurley sést hér handleika byssuna í Austin Powers 1.
8. Úr hvaða mynd er þetta skjáskot?
Hér var minnst á nokkrar hryllingsmyndir, Jason myndir, Texas Chainsaw og fleiri en ef vel er að gáð sést að þetta er ofurmennið Michael Myers sem birtist í Halloween myndunum. Þetta skjáskot er ú Halloween: H20.
9. Leikari einn hefur a.m.k. tvisvar sinnum leikið íþróttamann. Hann lék eitt sinn sama boxarann í fjórum myndum en hann lék einnig golfara sem tekur að sér að þjálfa ungan og vægast sagt blóðheitan nýgræðing í golfinu. Hver er leikarinn?
Margir féllu í það að segja Sylvester Stallone hér sem er mjög skiljanlegt. Rétt svar er hins vegar Carl Weathers sem fór með hlutverk Apollo Creed 4 af 5 myndunum um Rocky. Hann lék síðan Chubbs í Happy Gilmore.
10. Leikstjóri einn hefur nokkrum sinnum unnið með Denzel Washington en hann hefur líka leikstýrt Wesley Snipes og Harvey Keitel. nýjasta mynd fjallar um bankarán. Hver er leikstjórinn?
Svarið er Spike Lee en hann er svolítið að fíla Denzel en hann hefur fengið hann í nokkrar myndir hjá sér, m.a. Malcolm X og Inside Man sem talað er um sem hans nýjasta mynd.
Eins og glöggir menn sjá er trivian komin í sumarfrí og ég læt rækilega vita hvenær ný trivia kemur upp á pallborðið.