Góðan dag gott fólk.
The Virgin Suicides er leikstýrð af Sofiu Coppola og framleidd af Francis Ford Coppola. Aðalleikarar myndarinnar eru James Woods sem leikur stærðfræðikennarann og fjölskylduföðurinn sem oftast nær er mjög utan við sig og fjarstæður raunveruleikanum. Kathleen Turner leikur húsmóðurina guðhræddu. Kirsten Dunst leikur Lux Lisbon næst yngstu dóttur þeirra.
Í stuttu máli fjallar myndin um drengi í nágrenni Lisbon systrana sem uppgötva kynhneigð sýna í gegnum vináttu við systurnar. Líf drengjana í úthverfi í Bandaríkjunum tekur á sig breytingu þegar átt sig á hversu “obbsessed” þeir eru gagnvart systrunum fimm. Eftir að Cecilia yngsta systirin fremur hrottalegt sjálfsmorð vegna krónísks þunglyndis breytist Lisbon fjölskyldan til muna. Lisbon hjónin passa betur upp á þær fjórar dætur sem eftir eru og hálfpartinn halda þeim frá öllu því sem unglingsstúlkur eiga skilið er þær ganga í gegnum unglingsárin. Nokkrir unglingsstrákar í hverfinu verða allir sem einn yfir sig hrifnir af stúlkunum og fylgjast með þeim daginn inn og daginn út. Ber hér á góma indæla og listræna bíómynd sem lætur engann eftir ósnortinn. Myndin sýnir þér margar hliðar að því sem þú veist nú þegar, það að sjálfsmorð er ekki viturlegt úrræði. Myndin sýnir systurnar fimm frá sjónarhorni drengjanna sem dýrka þær. Frábær tónlist gerir þessa mynd hlýlega, fyndna og mjög kraftmikla. Ótrúlegar stundir í myndinni eru til að mynda þegar móðirin (Kathleen Turner) heimtar að dóttir hennar Kirsten Dunst brenni plötur sýnar með Kiss og Aerosmith…lyktin og reykurinn sem kemur út úr húsinu þegar Kathleen hendir restinni af plötunum í ruslið og snýr til baka beint inn í reykinn eins og ekkert sé. Mörg atriði koma þér á óvart í myndinni og sýna fram á frábært hugmyndarflug Sophiu Coppola. Með frábærum leikurum og frábærum leikstjóra þá ertu skilinn eftir veltandi fyrir þér hvort að einhver vinur eða foreldi myndi spyrja sig “hvers vegna?” “Vissu þau ekki að við bárum umhyggju fyrir þeim”. Ég gef þessari mynd 9 af 10 mögulegum.

ScOpE