Zoolander er nýjasta myndin með Ben Stiller í aðalhlutverki. Ekki nóg með það heldur leikstýrir hann myndinni og er eitthvað að fikta með handritið.
En söguþráðurinn er sem sagt þessi: Zoolander er frekar klúless tískumódel sem er að nálgast endann á sínum ferli. Hann er yfirfullur af persónutöfrum en hjá honum er örlítil vöntun á heilasellum. Hann er tekinn fyrir af hættulegum glæpasamtökum sem heilaþvo hann til þess að drepa forseta Malasíu. Nú þarf Zoolander að hugsa fljótt. En vandamálið er, að með höfuðið í skýjunum á hann erfitt með að hugsa yfirleitt.
Leikarar eru ekki af verri kantinum og tel ég nú aðeins upp þá þekktari: Ben Stiller, Owen Wilson, Milla Jovovich, David Duchovny, David Bowie, Fabio, Cuba Gooding Jr., Lenny Kravitz, Natalie Portman, Winona Ryder, Jon Voight og Billy Zane.
Tagline: 3% Fat, 1% Brain Activity