Úrslit úr Triviu 21 koma hér og jáá, skorkortum hefur farið fjölgandi og er það líklega vegna þess að erfiðleikastigið var lækkað um einn, ég var kaaanski fullerfiður á tímabili. 23 manns tóku þátt að þessu sinni.

BaldvinE, clover … 10
arnarj, VileDarkness … 9 1/2
viddi, thedoctor, pesimanni, kitiboy, Ragnarr, Mancio … 9
girlygirl … 8 1/2
rfm … 8
nokiddin, VOB … 7 1/2
trapisa, siggil10 … 7
THT3000 … 6 1/2
babbo, Behemoth … 6
Foringinn, Grettir … 5
kmobo, huztler … 4

Heildarstaðan: Athugið að það gætu einhverjir aðrir verið búnir að læðast upp í topp5 en því miður hef ég ekki aðgang að þeim gögnum strax… so be patient.

sofus … 151
clover … 136 ½
rfm … 105
tactical … 102
zailex … 98

Dreifing svara:

1. Foringinn, trapisa, kitiboy, nokiddin, viddi, thedoctor, Grettir, BaldvinE, VOB, rfm, arnarj, pesimanni, girlygirl, THT3000, kmobo, siggil10, Ragnarr, VileDarkness, huztler, Mancio, clover.
2. Foringinn, trapisa, kitiboy, nokiddin, viddi, thedoctor, Grettir, BaldvinE, VOB, rfm, arnarj, pesimanni, girlygirl, babbo, THT3000, kmobo, Behemoth, siggil10, Ragnarrr, VileDarkness, huztler, Mancio, clover.
3. kitiboy, nokiddin, viddi, thedoctor, BaldvinE, VOB, arnarj, pesimanni, girlygirl, Behemoth, VileDarkness, huztler, Mancio, clover.
4. kitiboy, viddi, thedoctor, BaldvinE, VOB, rfm, arnarj, pesimanni, girlygirl, babbo, siggil10, Ragnarr, VileDarkness, Mancio, clover.
5. trapisa, kitiboy, nokiddin, viddi, thedoctor, Grettir, BaldvinE, VOB, rfm, arnarj, pesimanni, girlygirl, babbo, THT3000, kmobo, Behenoth, siggil10. Ragnarr, VileDarkness, Mancio, clover.
6. Ég nenni ekki að skrifa alla nema kmobo og huztler.
7. Foringinn, trapisa, viddi, Grettir, BaldvinE, rfm, arnarj, pesimanni, girlygirl, babbo, THT3000, kmobo, Behemoth, siggil10, Ragnarr, VileDarkness, huztler, clover.
8. Aftur “allir” nema Grettir, VOB, pesimanni, THT3000, kmobo, Behemoth, Ragnarr og the huztler.
9. kitiboy, nokiddin ½, thedoctor, BaldvinE, VOB ½, arnarj ½, pesimanni, girlygirl ½, THT3000 ½, kmobo, Ragnarr, VileDarkness ½, Mancio, clover.
10. Allt er þegar þrennt er, ekki gátu Foringinn, Grettir, girlygirl, babbo, kmobo, siggil10, huztler.

Spurningarnar voru svona:

1. Spurt er um mann. Hann hefur verið virkur og virtur í heimi leikara lengi en hann hefur lika sest í leikstjórastólinn. Hans fyrsta mynd hlaut ekki mikla athygli en hans næsta mynd, sem gerðist fyrir tæpu árþúsundi, hlaut gríðargóðar viðtökur og vann nokkrar Óskarsverðlaunastytturnar. Tæpum áratug síðar leikstýrði hann síðan mynd sem er án vafa hans umdeildasta mynd, jafnvel ein umdeildasta mynd allra tíma. Hver er þetta?

Mel Gibson er svarið, Braveheart og The Passion of the Christ eru þá hans þekktustu verk sem leikstjóri.

2. Spurt er um mynd. Hún er frá áttunda áratugnum, þegar hún kom út vakti hún mikil viðbrögð og fór það sem birtist á skjánum illa í suma sem tóku upp á því að kasta upp og missa meðvitund. Myndin var þrátt fyrir þetta tilnefnd til fjölmargra Óskarsverðlauna. Margar framhaldsmyndir hafa litið dagsins ljós en á síðari árum lét lengri úgáfa upprunalegu myndarinnar dagsins ljós. Hvaða mynd er þetta?

Hér var ég að spyrja um einn af hornsteinum hryllingsmyndanna, The Exorcist.

3. Spurt er um leikara. Hann hefur m.a. leikið lögreglumann, boxara, sálfræðing og mann sem uppgötvar undarlega hluti eftir að hafa lent í lestarslysi. Hann hefur aldrei verið tilnefndur til Óskarsverðlauna. Hver er maðurinn?

Þetta er Bruce Willis. Myndirnar eru Die Hard, Pulp Fiction, The Sixth Sense og Unbreakeble.

4. Spurt er um leikkonu. Eftir að hafa tekið að sér hlutverkið í ómerkilegri framhaldsmynd var næsta stóra hlutverk hennar eiginkona glæpamanns í BNA og er það með hennar frægustu hlutverkum en umrædd mynd er frá fyrri hluta níunda áratugarins. Á síðari árum lék hún í þekktri mynd með Harrison Ford. Hver er leikkonan?

Michelle Pfeiffer er konan. Hún lék í Grease 2 og stuttu eftir það fór hún með hlutverk eiginkonu Tony Montana í Scarface.

5. Leikari einn er þekktastur fyrir að hafa leikið sömu persónuna í fjórum myndum en fimmta myndin í seríunni er væntanleg á íslenska bíóskjái innan skamms með nýjan aðalleikara. Hlutverkið getur upprunalegi leikarinn ekki tekið að sér enda er hann látinn. Hver er maðurinn?

Persónan er Clark Kent/Superman og leikarinn er þá að sjálfsögðu Christopher Reeve en hann varð fyrir því óláni að detta af hestbaki fyrir um áratug síðan og lamast frá hálsi og niður. Hann lést síðan árið 2004.

6. Stikkorð: Bílasala. Snjór. Mannrán. Lögreglukona. Peningar. Hvaða mynd inniheldur þetta?

Myndin er Fargo.

7. Úr hvaða mynd er þetta skjáskot?

Af mörgum talin vera með þeim betri í hópi James Bond mynda, þetta er Goldfinger sjálfur.

8. Úr hvaða mynd er þetta skjáskot?

Þótt að hann Gary Oldman hafi verið seinast datt ég niður á þessa ljósmynd og varð að setja hana inn því frammistaða Oldman er svaðaleg, myndin er Léon.

9. Leikari einn hefur tvisvar tekið að sér hlutverk strandaglópa. Fyrri myndin var eftir leikstjóra sem leikstýrði vinsælli ævintýratrilógíu á áttunda áratugnum og í byrjun þess níunda en hin myndin gerist í New York og segir frá manni sem ætlar sér að efna loforð við föður sinn en kemst hvorki lönd né strönd. Nefnið leikarann og segið hvert loforðið var í síðari myndinni.

Tom Hanks hefur tekið að sér hlutverk strandaglópa í Cast Away eftir Robert Zemeckis og í The Terminal eftir Steven Spielberg. Í The Terminal var loforð hans að fá eiginhandaráritun frá jazz saxóphonistanum Benny Golson.

10. Fyrir nokkrum árum kom út mynd þar sem aðalleikararnir tveir báru sama fornafnið, þ.e. ekki í myndinni heldur í lífinu sjálfu. Í myndinni eru þeir bræður en eftir að eldri bróðirinn sat í fangelsi fyrir glæp reynir hann að forða þeim yngri frá því að fara sömu leið. Hvaða fornafn bera þessir leikarar?

Fornafnið er Edward, myndin heitir American History X og leikararnir eru þeir Edward Furlong og nafni hans Norton.

Klukkutími af mínu lífi farinn í súginn en ég geri það bara vegna einskærrar góðmennsku… og vegna þess að ég hef lítið annað að gera.