Ég er sammála Gourry, mér hefur aldrei liðið eins illa í bíó og á þessari mynd (Cube).
Ég vill ekki segja um það hvort það er gott eða slæmt, þó það hljóti nú eiginlega að vera kostur ef myndin kveikir einhverjar tilfinningar í manni, góðar eða slæmar.
Mér fannst hún ekki líða fyrir það að vera low-budget, enda hef ég persónulega einstaklega gaman af low-budget myndum.
Myndin í heild var svo sem fín, ég hefði getað ímyndað mér betri leikara í sum hlutverkin en þeir stóðu sig svo sem ágætlega.
Endirinn finnst mér góður því hann er svo kaldhæðinn….
*************SPOILER ALERT************
Eini maðurinn sem komst lífs af úr þessum gildru-tening var sá eini sem var sneiddur mannlegu eðli og þurfti ekki að standa í mannlegum samskiptum…
Þau voru hættulegri hvoru öðru heldur en gildrunar.
- Pixie