Þessi mynd er nokkuð fín afþreying. Hún skartar alveg ágætis leikara og skemmtilega blöndu af miðöldum og nútíma.
Má t.d. nefna að þessi tónlist sem maður er vanur að heyra í miðaldarbíómyndum heyrist vart (jú að einhverju leyti) og má t.d. heyra í Queen, David Bowie og AC/DC svo eitthvað sé nefnt.
Búningar margra eru eins og klipptir út ´70 myndum að hluta en hinn hlutinn miðaldar, nokkuð gaman að sjá.
Myndin fjallar alla vega um mann sem er aðstoðarmaður riddara, ásamt þremur öðrum. Hann sjálfur gerist riddari (í nokkuð skondnu atriði) og ríður hest með lensu. Og sagan heldur svona áfram nokkuð með fínum húmor og ágætis senum, bara nokkuð flottum og skemmtilegum. Eini gallinn við myndina (fannst mér (og nokkrum öðrum)) var að hún varð væmin eftir hlé. Þessi skemmtilegi húmor datt alveg upp fyrir og væmni tók alla rás í myndinni (kannski ekki alveg alla en of mikið).
En kannski ekki mikil lýsing á myndinni, enda vill maður ekkert vera að eyðileggja eitthvað fyrir einhverjum með einhverjum spoilerum.
Sem sagt mjög fín fyrir hlé, en hálf væmin eftir (komu þó einn og einn góður inná milli)
Kannski meira fyrir spólutöku um helgi, en ég sá ekkert eftir því þó að hafa farið í bíó á hana.
Sjáðu og dæmdu sjálf/ur
ViceRoy