Meginmál: Ég var að horfa á Teaser Trailerinn og fannst hann frekar flottur. Eftir það hef ég verið að skoða myndir úr henni og fá upplýsingar. Það er sagt að það verði 4 óvinir sem er frekar óvenjulegt fyrir Ofuhetjumynd en þeir eru Sand-Man, Green Goblin II, Venom og svo ??? Ég held sjálfur að það sé Lizard því hann átti að vera í seinni myndinni en Dr. Ock var svo stór karekter að það var ekki hægt að koma honum fyrir. Þó kom hann fram sem Dr. Curt Connors í fáum og stuttum atriðum.
Búningarnir: Sand-Man er eiginlega alveg eins og í teiknimyndunum, Röndóttur (grænn/dökkgrænn) bolur og brúnar buxur. Leikarann hef ég aldrei séð jafn stæltan og nú. Ég man bara eftir honum í Sideways og George of the Jungle sem var sorgleg.
Green Goblin II er ekki á neinum skýrum myndum en það sem ég hef séð út úr myndunum er að hann er með slétta stálgrímu yfir andlitinu (ekkert líkt gamla) bara til að fela munnin. Hann er líka með einhverskonar sólgleraugu bara til að fela augun og svo er hárið bara laust. En allt hitt er held ég bara svört samfesting svo er ‘'brettið’' hans allt örðuvísi en pabbi hans (Norman Osbourne)átti.
Svo er það auðvitað Venom. Ég hef auðvitað ekki séð myndir af honum en Sand-Man leikarinn sagði í útvarpi örstutta lýsingu af honum sem ég skal þýða. Tomas Haden Church (A.K.A. Sand-Man)''Hann verður mjög líkur teiknimyndaútgáfunni af Venom'' sagði Sand-Man. Ég held sjálfur að hann verðu með hvít augu, svartan líkama og svo er bara spurning um munninn. Ef munnurinn er stór með hvítar beittar tennur og langa tungur verður örugglega erfitt að gera hann raunverulegan (ekki teiknimyndalegan eins og Mr.Fantastic þegar hann teygði hendurnar). En ég trúi að tölvubrellurnar munu virka enda nota þeir 250. 000.000 dollara fyrir alla kvikmyndina.
Spiderman sjálfur kemur aftur í rauða og blaá búningnum ásamt öðrum búningi sem er geimvera. Þetta hljómar frekar asnalega en þessi ‘'Geimvera’' er ekkert annað en lifandi slím sem skelli sér á Spiderman og reyni að stjórna honum og gerir hann pirraðan,montinn og eiginlega ofbeldifullann. En það sem er öðruvísi í teiknimyndunum er það að búningurinn er er slím þegar hann er fastur við Spiderman svo hann gat breytt búningnum í allskonar föt og stundum bjargaði búningurinn honum með að skjóta slím- bandi úr t.d bakinu og togaði hann í burtu. Þetta var uppáhalds teiknimyndin mín þegar ég var lítill svo þetta veðrur vonandi uppáhalds myndin mín af Trilogy-unni.
Ég veit ekkert um fjórða vonda kallinn svo ég get því miður ekki sagt neitt um hann.
Myndin kemur 4.maí 2007 daginn eftir afmælið mitt:D en fyrsta kom út einmitt 3.maí 2002. Endilega ef þið vitið eitthvað um myndina eða eitthverjar flottar myndir segið frá því.
Spliff, Donk og Gengja á aðeins 9999 krónur!