Ég fann seinni hlutann, hann var á annari ómerkti floppy diskettu. Hér er hann!
Litur
Leitin að fullkomnum lit hefur verið í kvikmyndaframleiðslu frá byrjun. Tilraunir höfðu verið gerðar með handlitun sem var gerð frá árunum 1894 -1910 þetta var kallað að “tinta” oftast var þetta gert þannig að filmunni var látin í einhverskonar litavökva og þá var bara einn litur valinn valinn oftast rauður eða gulur. Það var ekki fyrren árið 1944 þá fóru kvikmyndaframleiðendurnir að nota “Agfa Color” rússneska tækni liturinn var frekar flatur og notaður meira til að vekja atyggli með það að láta fötin vera eldrauð og gul blóm út um allt til að láta áhorfendurnar sjá að litaðar myndir væru betri en svart hvítar. En liturinn kostaði helmingi meira en svart og hvítt svo að S&H var lengi notðar nema í nokkrum myndum, fyrren árið 1968 þá var liturinn orðin aðal“standardinn” og núna sést svart og hvítt bara í örfáum kvikmyndum, oftast af Woody Allen og líka til að myndirnar verði dramatískar eins og Steven Spielberg gerði í “Schindlers List” en honum fannst að kvikmyndin væri ekki ekta ef hún væri í fínum litum.
Hollywood
Það var Frú Deida Wilcox sem gaf Hollywood nafnið Hollywood árið 1886 sem ásamt eiginmanni sínum átti stórt býli þar sem Hollywood er núna. Árið 1909 var svæðið keypt til þess að taka kvikmyndir upp þar því svæðir var mjög hentugt því það það er stórt og mikið. Árið 1910 var fyrsta kvimnyndaframleiðslufyrirtækið var byggt þar af Col. William N. Selig það var gefið nafnið “The Patient Company”. Núna er um 79% af öllum myndum sem gerðar eru gerðar í kvikmyndaverum í Hollywood.
Saga Sjónvarps
Það var árið 1925 að skoski verkfræðingurinn John Logie Baird(1888-1946) fann upp sjónvarpið(Television). Það sjónvarp var rúmir 2 metrar á hæð en skjárinn bara um 10 tommur. Síðan að hann bjó til þetta sjónvarp hefur tæknin orðið meiri og meiri núna er hægt að fá sjónvörp sem er hægt að hengja á vegg eins og ramma því þau eru svo þunn en eru allt að 60 tommur en svo eru líka til sjónvörp sem eru bara nokkrar tommur í ferðalögin.
Myndbönd
Fyrsta myndbandsspólu formatið til einkanota var Betamax (beta) það var gefið út árið 1976 af Sony en um 1985 hafði VHS tekið yfir, beta er nú bara notað hjá sjónvarpsstöðum eins og Stöð 1. “Video Home System” (VHS) var gert af the Matsushita Corporation. VHS kom eftir að Sony gaf út Beta sem var með betri gæði en VHS en samt náði VHS að taka yfir hjá myndbandaleigum árið 1981 og varð fljótt aðal formatið hjá almenningi. Nýjasta formatið er Digital Video Disc (DVD) það var geifð út af Phillips og Sony. DVD byrjaði í tölvum en er núna hægt að fá í sérstökum spilurum sem eru í útliti eins og venjuleg VHS myndbandstæki. Í DVD eru rosalega góð gæði í mynd og hljóði og talið er að DVD muni fljótt taka við af VHS en það er ekki búið að finna tækni til að það sé hægt að taka upp á þá svo að það mun ekki gerast alveg strax.
Dagskráin
Þegar sjónvarpið byrjaði urðu þættir strax mjöf vinsælir og þá mest grínþættir eins og “I Love Lucy” og fleiri þættir sem komu snemma á fimmtaáratugnum. Vinsælustu þættir sögunar (þættir með mestu áhorfin í %) voru M*A*S*H (72-83) þættir um lífið í Mobile Army Surgical Hospital sveit í Koreu stríðinu. Þegar seinasti MASH þátturinn var sýndur árið 1983 þá horfðu 79% bandaríkja manna á þáttinn og þegar hann var búin þá flæddi yfir allt holræsar kerfið í New York, pípulagningamenn kenndu það um að allir hafi farið á klósettið á sama tíma strax eftir þáttinn.