Mikið um kvikmyndir um frægt fólk. | 19:59 PST/10.09.2001
Margar myndir byggðar á lífi frægra einstaklinga koma á næstunni, Ali eftir Michael Mann með Will Smith sem Muhammed Ali, Dino eftir Martin Scorsese um Dean Martin ekkert er víst hver mun leika hann en talið er líklegt að Jim Carrey muni leika Jerry Lewis, Liberace eftir Philip Kaufman um fyrstu sjónvarpstjörnuna og píano leikarann Liberace ekkert er ákveðið hver mun leika hann en Scott Alexander sem skrifaði handritið á Ed Wood, Man on the Moon og the People vs Larry Flint mun skrifa handritið á henni.
Gaman verður að sjá hvernig til tekst.
Tom Hanks bjargar málunum! | 10:16 PST/10.09.2001
Tom Hanks var að keyra um fyrir stuttu þegar hann sá líða yfir skokkara vegna mikils hita. Hann stökk útur bílnum, hljóp til mannsins og gaf honum vatn, Tom fór síðan að skellihlægja þegar hann heyrði manninn segja við konuna sína, “mér var bjarga af Forrest Gump”.
Mikið um framhöld framundan! | 00:02 PST/09.09.2001
Það er búið að ákveða 19 myndir sem koma út árið 2003, 2004 og 2005, 10 af þeim eru framhöld! Þær eru Star Wars 3, Meet the Fockers, Analyse That, Matrix 2 og 3, Lord of the Rings 3, Exorcist 4, Under Siege 3, Mulan 2 og Rush Hour 3.
Hannibal, revisited | 00:37 PST/08.09.2001
Horfði aftur á Hannibal í dag, hún var ekkert betri en þegar ég sá hana í bíó, Ridley Scott hefði aldrey átt að leikstýra henni.
Austin Powers: Goldmember | 10:26 PST/07.09.2001
Næsta Austin Powers kvikmynd mun heita Goldmember og í henni verður nýr vondi karl sem mun verða grín útgáfa af Goldfinger úr kvikmyndinni Goldfinger. Flestir leikararnir ættu að koma aftur.
Star Wars III sú seinasta! | 10:20 PST/07.09.2001
George Lucas hefur sagt að Star Wars III verði sú seinasta í seríunni. Hann hafði ætlað að gera 9 myndir en leikstjórinn sem núna er orðin 57 ára gamall sagði að það tæki bara of langan tíma að gera þær og að hann ætli að reyna að gera handrit fyrir Indiana Jones 4 áður en hann hættir.
Woody Allen | 21:03 PST/07.09.2001
Woody Allen talaði um uppáhalds kvikmyndirnar sínar í breskum sjónvarpsþætti. Allar myndirnar eru listrænar evrópskar myndir og engin er eldri en 1970. Ótrulegt alveg!