The Others er nýjasta mynd Nicol Kidman og ætla ég að fjalla örlítið um hana hér að neðan. —The Others gerist rétt eftir seinna stríðið í risa stóru húsi sem er með yfir fimmtán herbergi. Í húsinu lifa Grace (Nicole Kidman) ásamt syni hennar Nicholas (James Bentley) og dóttur sinni Lydia (Elaine Cassidy). Börnin tvö eru með mjög sjaldgjæfan sjúkdóm sem er þess valdandi að þau mega ekki koma í tæri við sólar ljós og þar af leiðandi eru vissar reglur í húsinu svo sem að alltaf þarf að vera dregið fyrir gluggatjöldin svo að sólin skíni ekki inn og ef gengið er um eina hurð þá verður að læsa henni til þess að geta opnað þá næstu. Fljótlega byrjar Lydia eldra systkynið að verða var við ýmis konar furðuleg öfl sem láta verða vart við sig við og við. Grace er allt of jarðbundin kona til þess að trúa dóttur sinni og tekur ekki mark á neinu sem hún segir. Með tímanum byrjar Grace sjálf að taka eftir yfirnáttúrulegum hlutum og fær hún greinileg skilaboð um að hún og börnin hennar séu ekki velkomin í húsinu—. The Others er hreynt út sagt mögnuð draugamynd í anda eldri draugamynda og ef ég vitna í eina grein hjá gagrýnanda á imdb “if this film had been made in black & white, and if a digital CGI version of Lana Turner could be inserted in Nicole Kidman's place, you would probably swear that this was a forgotten suspense/horror film from that era” Ég er alveg sammála honum með að hún er með gamlan keim yfir sér og er það ekkert nema gott því draugamyndir í dag eru orðnar allt of mikið Hollywood style heldur en þær voru á forðum áður. The Others er lengi að byrja, byggist upp hægt og rólega lætur mann kynnast persónunum vel en þegar draugagangurinn byrjar þá get ég sagt ykkur að manni bregður virkilega mikið og við eitt atriði þá hrópaði ég upphátt "úúúúú2 því mér varð svo bilt við en það hefur ekki gerst áður þegar ég hef horft á draugamyndir. Nicole Kidman stendur sig frábærlega í hlutverki Grace og ungu leikararnir tveir Jame Bentley og Elaine Cassidy standa sig líka með príði og ekki má gleyma þernunni Fionnula Flanagan sem sýnir einnig afbagðs leik. The Others er með allt sem almenninlegar draugamyndir eiga að hafa og meir og sé ég hálft partinn eftir því að hafa ekki séð hana í bíói en vonandi gerið þið ekki sömu mistök. Með betri draugamyndum í langann tíma sem enginn og þá meina ég enginn má miss af.
Nicole Kidman …. Grace
Fionnula Flanagan …. Mrs. Bertha Mills
Christopher Eccleston …. Charles
Alakina Mann …. Anne
James Bentley …. Nicholas
Elaine Cassidy …. Lydia