Ég ætla hér að fjalla um eina af mínum uppáhalds myndum “Super Troopers”. Myndin fjallar um nokkrar “highway patrol” löggur sem taka uppá ýmsum fyndnum uppátækjum. Ég tók hana seinasta sumar á Vídeóheimum, óafvitandi hversu fyndin hún væri og ég sé alls ekki eftir því að hafa tekið hana.
Eins og ég sagði áðan þá fjallar þessi mynd um nokkrar þjóðvegalöggur sem að taka störfin sín ekki af mikilli alvöru. Myndin skartar óþekktum leikurum sem standa sig þó fjári vel. Erik Stolhanske leikur Robert ‘Rabbit’ Roto, sem er nýðilinn í hópnum. Jay Chandrasekhar leikur Arcot ‘Thorny’ Ramathorn. Hann er svartur en margir halda að hann sé Mexíkói sem er ekki satt. Steve Lemme leikur MacIntyre ‘Mac’ Womack og hann er “flippaðasti” gaurinn í hópnum. Kevin Heffernan leikur reiða ólátabelginn Rodney Farva sem gengur fátt í haginn. Paul Soter leikur hinn rauðhærða Jeff Foster sem á mjög fyndin atriði í myndinni. Brian Cox leikur Capt. John O'Hagen sem sér um að hafa stjórn á þessum bavíönum með misjöfnum árangri.
Eftir mjög fyndið byrjunaratriði þar sem þeir taka þrjá dópista þá komast þeir að því að það eigi ábyggilega að loka stöðinni þeirra vegna skorts á fjármagni. Bæjarlöggurnar komast að þessu líka og reyna að gera allt til að spilla fyrir þeim því ef þjóðvegalöggurnar hætta fá þeir meiri pening. Þjóðegalöggurnar og bæjarlöggurnar eru svarnir óvinir og hafa unun af því að slást sem gerist oftar en einu sinni í myndinni. Svo gengur myndin út á það að þjóðvegalöggurnar gera allt sem þær geta til að reyna að halda störfunum sínum með því að reyna að uppræta dóphring sem gengur í gegnum hverfið þeirra.
*SPOILER!*
Í myndinni eru mörg sprenghlæjileg atriði eins og þessi:
Kevin Heffernan eða “Rodney Farva” og Thorny fara á Dimpus borgara og Farva heimtar að fá “A liter of cola” en eins og flestir vita þá fæst það ekki þarna. Þetta endar svo allt með því að Farva ræðst á aumingja afgreiðslustrákinn.
Mac og Foster stoppa mann og ákveða að fara í “The cat game” þar sem þeir segja “Meow” við hvert tækifæri.
Farva reynir síðar í myndinni að gera betur en þeir og stoppar gömul hjón og kemur þá með þessa óborganlegu setningu “License and registration CHICKEN FUCKER!”.
*/SPOILER*
Gott er að vita að
• Parið sem að Farva ('Kevin Heffernan') segir “chicken fucker” við eru í raun og veru foreldrar Heffernan. Þau vissu að hann myndi segja eitthvað dónalegt en þau voru alls ekki undirbúinn fyrir ”chicken fucker" línuna.
• Myndin átti upprunalega að gerast árið 1970.
Þessi mynd er fyndin í alla kanta og ég mæli með henni fyrir hvern sem er. Ég hef horft á hana hundrað sinnum og hún hættir aldrei að vera fyndin. **** / *****