Ég er komin með frétta kerfi á sbs.is sem þýðir að nýjar kvikmynda fréttir koma á hverjum degi, hér eru fréttir vikunnar.

Movies.com | 22:28 PST/06.09.2001

Disney og Fox hafa ákveðið að snemma á næsta ári munu þeir koma með vefsíðuna movies.com, þar verður hægt að horfa á kvikmyndir frá þeim gegn vægu gjaldi. Myndirnar munu koma á vefinn á sama tíma og þær koma á videóleigur í USA. MGM, Paramount, Sony, Universal og Warner Bros hafa þegar ákveðið að opna svona vef um jólinn í ár svo að núna eru bara New Line og Dream Works sem eiga eftir að ákveða að koma með svona síður. Gaman verður að sjá hvort þeir munu nota nýju tæknina sem gerir kleift að horfa á myndir í 100% gæðum gegnum venjulegt módem annars verður maður að hafa ADSL eða betra til þess að horfa á myndirnar.



Grease 3! | 17:52 PST/05.09.2001

Ákveður hefur verið að gera Grease 3, hún á að gerast 25 árum eftir að fyrsta myndin skeði svo að það verði margar sömu persónurnar, Olivia Newton-John og John Travolta fá hlutverkin sín aftur ef þau vilja.


Pearl Harbor vinsælust | 17:49 PST/05.09.2001

Pearl Harbor er orðin vinsælasta mynd ársins, hún hefur halað inn um 430 milljónir dala, myndin hefur fengið mjög lélega dóma hjá gagnrínendum og má þá nefna á Rotten Tomatoes fær hún aðeins 25%. Gaman að vita að fólk hugsi fyrst og fremst um gæði myndarinnar áður en það fer að sjá hana.


Afmæli | 14:47 PST/05.09.2001

Freddy Mercury hefði orðið 55 ára í dag ef að hann hefði ekki dáið úr AIDS árið 1991.


Batman 5! | 01:19 PST/03.09.2001

Jú kvikmyndin Batman: Year One, sem kemur út árið 2002 verður leikstýrð af engum öðrum en Tim Burton. Hann leystýrði Batman (1989) og Batman Returns (1992) en hætti af eitthverjum ástæðum sem komu aldrey alveg í ljós, talið er að þegar Michael Keaton fékk að vita að Jack Nicholson hafði grætt um 60 milljónir dala fyrir nr.1 og eitthverjar milljónir fyrir nr.2(sem hann var ekki einu sinni í) þá hætti Michael, Tim hafði bara viljað Michael em Batman svo þetti varð mikið vesen. Batman Forever (1995) var svo gerð af Joel Schumacher sem breytti drungalegu borginni Gotham í eitthvað sem var allt byggt á risa stórum styttum og allt varð rosa óraunverulegt. Gaman verður að sjá hvort þessi mynd verði ekki aftur í gamla stílnum, má nefna að hún á að gerast á undan Batman 1.


Goodbuy, Farewell and Amen | 13:22 PST/02.09.2001

Á vefsíðunni Zap2it.com var sagt að Jennifer Aniston hafði talað um að vinirnir séu að undirbúa loka-loka þáttinn, þar sem þau fara öll í sitt hvora áttina. Ekkert hefur verið ákveðið hvað margar seríur eiga að vera eftir en líklegt er að áttunda serían verði sú seinasta. Gaman verður að sjá hvort að seinasti þátturinn verður mynd í fullri lengd eins og var gert þegar M*A*S*H hætti fyrir nokkrum árum, sú sjónvarpsmynd varð vinsælasta sjónvarpsmynd allra tíma en talið er að um 70% af bandaríkjamönnum hafi séð hana.


Myndir gegnum netið! | 13:11 PST/01.09.2001

Ástralska fyrirtækið “Media World Broadcasting Ltd” hafa fundið upp tækni sem gerir það kleift að horfa á myndir í “fullscreen” í 100% gæðum á heimatölvum gegnum venjulegt 28K módem! Fagmenn hafa sagt að þessi tækni muni breyta öllu við kvikmyndaheiminn og muni gera videó leigur óþarfar.


Skítkast á Kvikmyndir.is | 14:14 PST/01.09.2001

Var að skoða fréttirnar á kvikmyndir.is og fannst það svolítið lélegt, ein fréttin greindi frá Jonathan Hensleigh, sem þeir kalla “drullusokk” því að hann framleiddi Con Air, Gone in 60 Seconds og Armageddon, “hömurlegu” að þeirra mati. Ég er ekki að segja að þetta séu frábærar myndir en mér finnst að fréttirnar ættu að hafa aðeins meiri fréttir og aðeins minna skítkast.



Meira á www.sbs.is