Búinn að vera í smá fríi, skólinn byrjaður… tekur mikið af frítíma mínum þannig að ég get ekki skrifað greinar eins mikið.
Ég veit að það vita örugglega langflestir um verðandi bíó í nýju og glæsilegu verslunarmiðstöðinni, Smáralind. En fyrir þá
sem vita lítið sem ekkert um Smárabíó þá hef ég ákveðið að gera smá greinum Smárabíó.
Smárabíó mun vera flottasta bíó landisins og inniheldur yfir 1000 sæti í allt (minnir mig) bara svipað og í Háskólabíói. Einn
salurinn verður skreyttur með glæsilegum Lazyboy stólum með stillanlegum bökumog landsins mesta bil á milli sæta. Og
náttúrlega fyrsta flokks Dolby/THX hljóðkerfi alls staðar.
Hvað finnst mér um Smárabíó? Toppurinn náttúrlega. Hver kannast ekki við það þegar maður er í bíó, kannski með fullar
hendur af nammi og gosi, og sætið spennt uppi.. þetta fannst mér alltaf svo ógeðslegaleiðinlegt, ef það var enginn með
manni þá varð maður að setja sig í allskonar stellingar. Svo voru sætinekkert spes þægileg og það. Svo líka þegar einhver
stór er fyrir framan mann og maður sér ekki neitt, þettaer ekki til í Smárabíó, því salurinn hallar svo að allir geti séð,
nema náttúrlega endurbættur Shaquille O'Neale komi þangað
Þið sem eruð með DV og lásuð síðasta tölublað af Fókus, aftast þar er mynd af sal fullan af Lazyboy stólum, eflaust hafa
einhverjir haldið að þetta væri nýji salurinn í Smárabíói, en svo er ekki.. þetta er nýr salur sem SamBíóin ákváðu að gera,
þetta er náttúrlega samkeppni þegar Smárabíó kemur með svona VIP sal og allan lúxus þá munu viðskiptin við SamBíó
snarlækka vitanlega. Salurinn þeirra opnar 28. september en Smárabíó opnar 10. október. Nýji salurinn í SamBíó verður
fyrir vinsælustu bíómyndirnar og svona.
En þetta vekur náttúrlega upp hugsunina að bíómiðaverðið hækki og ég sem hélt að það gæti ekki farið hærra. En það er
nú kannski aðeins skiljanlegt að þurfa borga þetta fyrir mikið meira gæði, en samt þá er þessi 800 kall orðinn mikið,
kannski þurfa borga 1200-1600 fyrir miðann á eina mynd. Gætir alveg eins leigt 3-4 leigumyndir.
Eitt skemmtilegt í lokin, maðurinn sem stjórnar öllu varðandi Smáralind, hann er náskyldur frændi hennar mömmu.. þannig
að maður þarf kannski ekkert að hafa áhyggjur að verðinu… nei, djók..
*En hérna er svona detail af Smárabíói..
*Stærsta sýningartjald landsins með THX
*Fimm hágæða bíósalir, með sætum með hreyfanlegu baki
*Lúxussalur með Lazy-boy leðursætum og borði
*Besti halli á sætum svo að allir sjái örugglega
*Landsins besta bil á milli sæta.
*Landsins bestu hljómgæði
*Mesti fjöldi bílastæða
*Stærsta bíóanddyri landsins
*Glæsilegt Lazershow á undan öllum sýningum í Sal 1
*Staðsett í flottustu verslunarmiðstöð landsins
*Kaffihús staðsett í anddyri Smárabíós
kveðja, sigzi