Blow Dry
Ég sá nú um daginn myndina Blow dry sem skartar Alan Rickman, Josh Hartnett og Rachael Leigh Cook. —Myndin fjallar um ungan dreng sem að býr í littlum bæ í Englandi þar sem víðamikil hárgreiðslukeppni á sér innan nokkra daga. Phil “Alan Rickman” var meistari í hárgreiðslu en vegna persónulega ástæðna lagði hann skærin á hilluna og vill hann ekkert með keppnina hafa en sonur hans Brian “Josh Hartnett” er hæfileikaríkur hárskeri á uppleið vill ólmur taka þátt, fer svo að hann fær móður sína Shelley “Natasha Richardson” “Skild Phil” og ástkonu hennar til þess að taka þátt í keppnini. Margt gerist í þessum littla bæ á meðan keppnini stendur ástir og átök, svik og prettir eru við hvert horn en hvernig Brian, Phil og Shelly meðhöndla þau vandræði verður bara að koma í ljós—. Blowdry er þessi típíska “mömmu mynd” eins og ég kýs að kalla það, til að vera ögn nákvæmari þá á ég við að Feður og synir hafa ekki alltaf gaman að þess konar myndum. Blowdry inniheldur frekar miki af dramatískum atriðum þar sem helmingur ef ekk allt leikara liðið er með kökkin í hálsinum. Söguþráðurin er frekar einfaldur og típískur “þið munuð sjá hvað ég á við” , leikaraliðið stendur sig svo sem ágætlega ekkert hægt að setja út á það, furðulegt að sjá Josh Hartnett og Rachael Leigh Cook í breskri mynd en það er ekkert nema gott mál. Blowdry er ekkert “must see” en alveg hægt að horfa á hana með öðru auga þegar tækifæri gefst til.