Eins og margir hafa tekið eftir er ég búinn að breyta uppsetningunni hérna töluvert. Mig langar núna aðeins að útskýra hvað ég hafði í huga.

Útlitsbreytingar.

Ástæðan fyrir því að ég færði kubbana til var að mér fannst fyrri uppsetning bæði orðin leiðinleg og líka óhentug. Þetta var allt of mikið þannig að allt efnið var hægra megin á síðunni meðan ljóta tenglaboxið tók allt pláss vinstra megin. Mér fannst betra að dreifa efninu betur og láta tenglana standa eina niður þar sem þeir mega hanga einir.

Í fyrsta lagi minnkaði ég letrið í tilvitnun dagsins, tók nafn sendandans og linkinn á kvikmyndir.is út. Ástæðan var að þessi kubbur var farinn að vera meira fyrir en hitt. Letrið var allt of stórt og of mikið af ónauðsynlegu efni á honum. Þeir sem senda inn tilvitnanir í framtíðinni verða að lifa með því að nafn þeirra birtist ekki á kubbinum. Í öðru lagi eru myndirnar komnar undir tilvitnanirnar. Þetta var bæði til að dreifa efninu og til að hafa áhugamálið líflegra þegar fólk kemur inn. Ef tilvitnun dagsins breytist reglulega og a.m.k. ein ný mynd kemur inn á dag er alltaf eitthvað nýtt sem blasir við t.d. fólki sem kemur inn einu sinni á dag. Greinarnar breytast ekki það oft og síðan eru þær ekki komnar hættulega neðarlega því tilvitnanaboxið minnkaði.

Fyrir ofan korkana setti ég RSS straum á fréttahluta Topp5.is. Mér hefur okkur alltaf þótt vanta kvikmyndafréttir. Ég var að pæla í að gera það sjálfur en það hefði líklega verið of erfitt að uppfæra. Þetta er líka annar hluti í að gera áhugamálið ferskara þegar fólk kemur inn; alltaf eitthvað nýtt efni sem blasir við því. Síðan erum við einnig með sýnishorn úr nýjum kvikmyndum með RSS straumi á Topp5.is en fólk hefur lengi beðið um sýnishornin og það lítur ekki út fyrir að starfsmenn huga.is ætli að gera neitt í því að uppfæra sýnishornakubbinn sem þegar er til.

Ég losaði mig við ónauðsynlega kubba eins og kvikmyndarýni Huga og DVD-diska gagnrýni. Það er alltaf hægt að kalla kubbana aftur en eins og er var ekkert að gerast á þeim. Ástæðan fyrir því að hryllingsmyndarýni Huga stendur enn er að til stendur að endurlífga hann með áhugasömum notendum. Tenglarnir standa enn því fólk virðist ennþá vera að smella á þá og þeir fá að hanga einir niðri vinstra megin.

Í náinni framtíð

Á næstu vikum stefni ég að því að hafa bannersamkeppni og e.t.v. greinasamkeppni til að lífga upp þann hluta. Ég er eins og stendur að tala við fyrirtæki til að reyna að redda smá hvatningarverðlaunum. Eins og ég hef áður sagt er ekki alveg víst hvernig verður með triviuna á meðan ég verð burtu í u.þ.b. mánuð í sumar. E.t.v. þarf ég að fá einhvern af huga.is eða utanaðkomandi aðila til að semja keppni/r en það kemur betur í ljós síðar. Allaveganna verður bannersamkeppni til að byrja sumarið af krafti. Auðvitað verður hægt að greiða gamla bannernum atkvæði og ef meirihluti vill frekar halda honum en fá einhverja af nýju hugmyndunum er engin ástæða til að breyta.

Nú mega notendur gjarnan koma með eigið álit á breytingunum.