
Myndin fjallar um ungan flugmann (Mark Whalberg) sem að vinnur aðallega með simpansanum sínum að hinum ýmsu verkefnum, en á þessum tíma sem myndin gerist eru apar þjálfaðir til þess að gera mörg flókin verkefni eins og að fljúga litlum geimförum. Áhöfn skipsins sem hann flýgur á fer að óttast rafeindastorm sem að óðfluga vex, og ákveða því að senda út einn simpansa til þess að taka skönnun af honum. Því miður lendir simpansinn í óhappi og flugmaðurinn fer á eftir honum, með þeim afleiðingum að hann lendir í einhvers konar tímasvelg og brotlendir á óþekktri plánetu þar sem hann er tekinn af greindum öpum ásamt hóp annara manna.
Ég ætla kannski ekki að fara út í tæknilegu atriðin, en ég ætla samt að gefa henni einkunn, þ.e. 75% fyrir að vera svona gríðarlega óvenjuleg, hún minnir mann á önnur verk hans Tim Burtons :)