16:9 eða 4:3?
Ég er dálítið forvitinn að vita hvort það skipti fólki hér máli hvernig “aspect ratio” (myndform?) sé á kvikmyndum sem það kaupir, þ.e.a.s. hvort myndin sé í breiðtjaldsstærð eða venjulegri sjónvarpsstærð. Ég segi fyrir mig að ég vil helst kaupa kvikmyndir í þeirra upprunalega formi (sem oftast er breiðtjaldsstærð) og ef myndin er ekki í því formi þá kaupi ég ekki myndina. Það mætti kannski setja skoðanakönnun í gang varðandi þetta.