Nýjar upplýsingar um X-Men á DVD
Fyrir stuttu síðan var send inn grein sem fjallaði um útgáfu X-Men kvikmyndarinnar á DVD. Síðan þá hefur ýmislegt breyst. Nú er 20th Century Fox búið að tilkynna að myndin verði gefin út á einum disk 21.nóvember og verður myndin í “anamorphic” breiðtjaldsútgáfu með Dolby Digital 5.1 hljóðrás en ekki DTS hljóðrás eins og áður hafði verið talað um. Búið er að bæta 6 aukaatriðum (tvö þeirra er lenging á atriðum sem voru fyrir í myndinni) sem notandinn þarf að ræsa hverju sinni ef hann vill sjá þau sem hluta af myndinni. Einnig fylgir 30 mínútna heimildamynd “Fox Mutant Watch”, viðtal við leikstjórann í “The Charlie Rose Show”, teikningar sem gerðar voru fyrir myndina og sýnishorn úr myndinni fyrir kvikmyndahús og sjónvarp. Auk þess er eitthvað bónusefni sem tengist Spiderman en meira upplýsingar fylgja ekki um það. Ég get ekki beðið eftir þessum disk.