Nú er loksins verið að endurgera þennan klassíker frá 1960. The Time Machine er byggð á skáldsögu H.G Wells og það eru, meðal annara, þeir Guy Pearce og Jeremy Irons sem gefa þessari mynd líf.
Myndin fjallar í stuttu máli um mikinn vísindamann og hugsuð (Pearce) sem er sannfærður um að ferðalög um tímann séu möguleg. Hann verður enn fastari á hugmyndinni þegar persónulegur harmleikur fær hann til þess að vilja fara aftur í tímann og breyta hlutunum. Hann lætur reyna á kenninguna og byggir vél. Og viti menn…hún virkar. En vélin lætur ekkert alltof vel undir hans stjórn og hún hendir honum 800.000 ár fram í tímann. Þar eru hlutirnir öðruvísi svo lítið sé sagt.
Myndin er leikstýrð af barnabarnabarni H.G. Wells, Simon Wells.