
Romy og Michelle voru alltaf á undan sinni samtíð í framhaldskóla Tusconhéraðsins. Þær voru þær einu sem fíluðu Madonnu “of the eighties” og voru mjög hamingusamar því þær trúðu því að þær voru ofsa vinsælar (sem var víst einhver misskilningur). Eftir skólann fluttu þær til L.A. og tíu árum seinna frétta þær af skólamóti í gamla skólanum og því fylgir smá naflaskoðun. Eftir hana fatta þær að þær eru kannski ekki eins glamúrus og þær virðast við fyrstu sýn og ákveða að redda því fyrir skólamótið. Romy And Michelle´s Highschool Reunion er frábær mynd með hverjum gullmolanum á fætur öðrum eins og “We invented Post-it´s” og Janeane Garofalo (Reality Bites) sem er með sinn snilldarleik eins og alltaf er algjörlega ómissandi ….“There should be a sigarette you could smoke all the way through during recess…..what a waste.”
Mæli eindregið með þessari mynd í kvöld sem og öll kvöld vikunnar.