The Rock (ekki myndin, heldur leikarinn) sem átti heilar 3 mínútur í The Mummy Returns sem Sporðdrekakóngurinn, er skyndilega orðinn einn af heitustu leikurnum Hollywood( af hverju?? ). Hann fékk heilar 5 milljónir dollara fyrir The Scorpion King, þriðju myndina í Mummy seríunni og skyndilega standa allar flóðgáttir opnar. Leikstjórinn Brian Helgeland ( A Knight's Tale ) er búinn að bjóða honum hlutverk í ónefndri mynd sem enginn veit um hvað er og leikstjórinn Jan De Bont ( Speed,Twister ) er búinn að bjóða honum aðalhlutverkið í Hunting Bronze þar sem hann myndi leika mannaveiðara í leit að flóttamanni. Honum hafa verið boðið hærri laun en hann fær fyrir Scorpion King í báðum tilvikum, og allt án þess að hafa enn sannað hvort hann geti leikið eða ekki.
Ég hef það á tilfinnungunni að þessi gaur geti alls ekki leikiðþ.