Já eins og ég sagði þá skellti ég mér á þessa mynd og fór með því hugarfari að þetta yrði bara enn ein Paul Walker myndin (semsagt engin Óskarsverðlaunamynd).
En annað kom á daginn og fannst mér þessi mynd koma frekar skemmtilega á óvart og fannst mér hún helvíti góð bara og mæli með að þið farið og sjáið hana ef þið hafið gaman af miklu blóti, blóði og hasar.
Ég hef sjaldan séð svona mynd áður þar sem flestar myndir nú til dags eru tónaðar niður og gerðar allt of rólegar og óspennandi.
En nú að myndinni.
Joey (Walker) er glæpamaður sem vinnur hjá glæpagengi og hefur það hlutverk að “afgreiða” byssur sem notaðar hafa verið við ólöglegar athafnir. Og svo er það ein byssa sem hann á sérstaklega að losa sig við þar sem sonur höfuðpaursins notaði hana við að drepa löggu en hún fellur í hendur vinar sonar hans Oleg sem hann síðan notar á skemmtilegan hátt. Þarna byrjar gamanið þar sem að hann verður að finna byssuna og losa sig við hana innan nokkurra klukkutíma annars er hann dauðans matur því rússneska mafían er á eftir honum og einnig vinnuveitendur hans.
Eins og ég sagði áður þá bjóst ég ekki við miklu þar sem Paul Walker leikur í þessari vegna þess að hann á það til að leika alltaf sama hlutverkið og gerir það ekkert allt of vel. En þarna sýndi hann aðra hlið á sér og var nokkuð góður að sýna fram þá örvæntingu sem hlýtur að grípa mann ef maður á aðeins nokkra klukkutíma eftir ólifaða nema maður ljúki við eitt verk sem reynist vera ansi erfitt. Þannig að maður “trúði” honum allan tíman. Og aldrei þessu vant fékk ég ekki æluna upp í hálsinn í hvert skipti sem hann gubbaði uppúr sér setningu vegna þess hversu klisjukendar þær eru eins og gerðist í the Fast and the Furious, svo og í framhalds mynd hennar.
Og ég verð að segja að myndatakan var tær snilld og lét mann halda athyglinni meira að segja þegar sem minnst var að gerast eins og í miðri myndinni.
Þessi mynd er hefur frekar dökkan brag og gæti verið of miskunnarlaus fyrir suma áhorfendur vegna alls ógeðsins og barnaníðingsplottsins sem kemur við sögu í myndinni. Mörgum gæti fundist myndin fara aðeins yfir strikið. En ef þú hefur sterkan maga og þolir að heyra óhóflega mikið af vægast sagt ljótu orðbragði þá er þetta myndin fyrir þig!
Dæmi um orðbragð í þessari mynd:
Joey Gazelle: “Fuck! AHH! You motherfucker, Frankie. You motherfucker. Don't you fucking hurt that fucking kid, you fuck!”
Já það er sagt mikið af “fuck” og “motherfucer” í þessari mynd og hef ég sjaldan heyrt annað eins og hef ég nú nokkrum sinnum horft á the Osbournes.
En loka niðurstaða mín er sú að þetta er hin ágætasta mynd og gef ég henni :):):)/:):):):)
kv. Liverpool