Nýr Matrix DVD diskur!!!!!!!!!!
Framleiðendur The Matrix hafa nú ákveðið að græða svolítið meira á megasmellinum. Þeir hafa nú ákveðið að gefa út nýjan DVD disk sem mun þó ekki innihalda myndina sjálfa, heldur haug af aukaefni sem af einhverjum óskiljanlegum orsökum fór ekki á diskinn til að byrja með. Meðal efnis á þessum nýja disk sem ber heitið The Matrix Revisited má nefna: 1) The Matrix 2 featurette, sem fjallar um gerð framhaldsmyndarinnar 2) What is Animatrix, sem fjallar um gerð Matrix teiknimyndanna sem bráðum líta dagsins ljós 3) The True Followers sem eru viðtöl við harða Matrix aðdáendur 4) The Dance of the Master sem fjallar um ótrúlega hæfni Wu-Ping Yuen en hann er maðurinn á bak við ótrúleg bardagaatriði myndarinnar. Með þessari upptalningu er rétt skrámað yfirborð alls þess efnis sem er á disknum og munu líklega allir Matrix aðdáendur vilja eignast hann rétt fyrir jólin, en hann kemur út í Bandaríkjunum 20. nóvember og kostar rétt undir 20 dollurum.