Triviu 13 er lokið og fáir sem tóku þátt eða 15 manns. Kannski skýrist það af því að hún var mjög erfið og hæsta skor var 7 stig, aðeins einn þátttakandi náði spurningu í tveimur tilvikum og enginn náði síðustu spurningunni.
Hérna er svaradreifingin:
1 Grettir, kitiboy, gunnso, follu, TenaciousD, peturp, killy, rfm, sofus, Liverpool
2 TenaciousD, peturp, Za1LeX, sofus, clover
3 gunnso, rfm, clover
4 THT3000, follu, peturp, killy, sofus, clover.
5 kitiboy, follu, peturp (1/2), killy, rfm, sofus, clover
6 sofus
7 Kallisto
8 kitiboy, follu, TenaciousD, Za1LeX, peturp, killy, Kallisto, rfm, sofus, clover, Liverpool.
9 kitiboy, follu, TenaciousD, Za1LeX, peturp, killy, rfm, sofus, clover
10 Enginn.
Trivia 13:
1. sofus … 7
2. clover … 6
3. peturp … 5 ½
4. rfm, killy, follu … 5
5. TenaciousD, kitiboy … 4
6. Za1LeX … 3
7. gunnso, Kallisto, Liverpool … 2
8. Grettir, THT3000 … 1
Heildar:
1. sofus … 100,5
2. tactical … 88
3. clover … 87 1/2
4. peturp … 83 1/2
5. rfm … 75 1/2
6. follu … 72 1/2
7. Za1LeX … 69
8. DarkSide … 67
9. Laggs … 55 1/2
10. kitiboy … 55
Svörin:
1. Í mynd fer maður á skurðborðið og undirgengst tvær líkamsbreytingaraðgerðir. Í fyrri þeirra er ör fjarlægt af brjósti hans en hann biður sérstaklega um að örið sé sett aftur á hann í seinni aðgerðinni. Í hvaða mynd má sjá þennan fáheyrða atburð?
Þetta er Face/Off sem talað er um. Eins og glögglega var bent á hættir hann við að fá örið seinna í myndinni en upphaflega biður hann um að fá örið aftur svo spurningin stendur eins og hún er.
2.Úr hvaða mynd er þetta skjáskot?
Þetta er úr mynd Terrys Gilliam, Brazil. Mæli með henni fyrir þá sem ekki hafa séð hana.
3. Úr hvaða mynd er þetta skjáskot?
Á myndinni er Fay Wray sem Ann Darrow í King Kong gömlu.
4. Leikarinn á þessari mynd vann Óskarsverðlaunin fyrir hlutverkið sem hann leikur í kvikmyndinni sem skjáskotið sýnir. Hver er myndin?
Þetta er John Wayne í True Grit. Hann fékk Óskarsverðlaunin fyrir hlutverk sitt í henni.
5. Hvaða spennumynd fjallaði um vatnsskort í Los Angeles og til hversu margra Óskarsverðlauna var hún tilnefnd?
Hér er rætt um Chinatown en hún var tilnefnd til 11 Óskara.
6. Úr hvaða mynd er þessi tónlistarbútur?
Þetta er þemalagið úr Basic Instinct. Aðeins einn gat þetta.
7. Úr hvaða mynd er þessi tónlistarbútur?
Tónlistarbútarnir voru greinilega erfiðir núna því aðeins einn vissi þetta líka. Þetta er úr sígildu spennumyndinni The Rock. Ég hélt nú að þetta væri auðveldur bútur en kannski er það vegna þess að ég hef sérstakt dálæti á þessu scorei og á diskinn með því.
8. Nafn kvikmyndar er tvö orð. Annað orðið táknar lit og hitt orðið táknar efni sem er notað í fatasmíðir. Leikstjóri myndarinnar gerði aðra mynd en nafn þeirrar myndar er eitt orð og vísar til náttúrufyrirbæris sem má t.d. finna í eyðimörkum. Hver er fyrri myndin?
Hér er talað um Blue Velvet eftir Lynch en blue þýðir blár og velvet vísar til að ég held flauels en allaveganna er þetta pottþétt fataefni. Hin myndin sem vísað er til er Dune en dune þýðir sandalda.
9. Leikstjóri einn hefur gert mynd um sérvitran háskólanema, aðra um mjög sérvitra fjölskyldu og þriðju myndina um sérvitran haffræðing. Hver er þessi sérvitri leikstjóri? (Hálft stig fyrir að vita myndirnar)
Leikstjórinn er Wes Anderson og myndirnar eru Rushmore, The Royal Tenenbaums og Life Aquatic.
10. Persónur í tveimur mjög ólíkum myndum bera sama nafnið en nafnið vísar til fyrirbæris sem er líklegast til á öllum heimilum. Leikstjórar beggja mynda hafa skapað sér orðspor í kvikmyndasögunni fyrir mjög sérstakan stíl í kvikmyndum sínum, þó hvor á sinn hátt. Annar leikstjóranna er einna þekktastur fyrir mynd um mann sem sagðist ekki geta faðmað neinn þegar hann var beðinn um það. Hverjar eru myndirnar tvær?
Mér finnst þetta mjög sniðug spurning þó ég segi sjálfur frá og synd að enginn hafi getað hana. Sumir sögðu að Tim Burton væri annar leikstjórinn en ég ákvað að gefa ekkert fyrir það því þeir voru langt frá því að ná svarinu þótt þeir hefðu leikstjórann. Annar leikstjórinn er þá Tim Burton en atriðið sem vísað er til er úr Edward Scissorhands þar sem Kim segir “Hold me” og Edward svarar “I can’t”. Hinn leikstjórinn er Stanley Kubrick en ég held það sé óhætt að segja að þeir séu báðir þekktir fyrir vissan stíl. Myndirnar eru Batman og Full Metal Jacket en í báðum myndum er persóna sem kallast Joker og joker er eitthvað sem finnst í öllum spilastökkum sem ég held að öll heimili búa yfir. Allir sáttir?
Trivia 14 er komin upp. Hún er örugglega auðveldari en ef ekki verður trivia 15 auðveld. Njótið.