Þegar ég sá greinina sumar hjá SBS þá ákvað ég að gera mitt eigið álit.

Besta Hrollvekjan:
Það var nú ekki mikið um hrollvekjur í sumar en það var ein mynd sem ég sá og heitir hún Ginger Snaps. Ekki mikið um keppni í þessari grein þannig að hún fær titilinn Besta Hrollvekja mætti alveg koma með fleyri hrollvekjur líkt og bíómynd dagsins á imdb.com Pitch Black.

Besta spennumynd/hasarmynd:
Það var engin með yfirburði í þessari grein en fannst mér Swordfish alveg ágætis hasar spennumynd þannig að hún getur fengið þann titil. En Final Fantasy er þá í öðru sæti.

Besta grínmyndin:
Þær eru nokkrar og fannst mér þær allar nokkuð skemmtilegar. Joe dirt var ágæt, The Animal var líka mjög fyndin og að lokum var það Shrek og held ég að hún eigi skilið titilinn Besta Grínmyndin.

Besta Ævintýramyndin:
Hér vandast málin, mér fannst Final Fantasy og Shrek báðar frábærar ævintýramyndir en verð ég að segja Shrek því hún er jú kannski örlítið meira ævintýri :) en Final Fantasy kemur þá þar á eftir, síðan í þriðja sæti Atlantis.

Óvæntasta myndin:
Brother. Átti ekki von á neinu sérstöku en kom í ljós að hún var svakalega góð glæpamynd sem mér fannst frábær. Á eftir henni kemur A Knights Tale sem verður frumsýnd hér í næstu viku ef ég man rétt.

Mestu Vonbrigðin:
Josie and the Pussycats. Veit ekki hvort ég geti talið Bandaríkjamarkað með en hún hlýtur að fara koma hingað bráðum. Ég var nú ekki að vænta mikils af þessari mynd en kom í ljós að hún var verri en ég hafði gert mér vonir um þannig að hún fær titilinn Mestu Vonbrigði en Tomb Raider er þar rétt á eftir.

Besta framhaldið:
Rush Hour 2. Að mínu mati betri en sú fyrri. Jurassic Park 3 kemur þar á eftir þar sem það var ekki mikið um frammhöld í sumar og fannst mér hún alveg fínt frammhald.

Versta framhaldið:
Öfugt við SBS þá fannst mér Rush Hour 2 frábært frammhald en Dr. Doolitle alveg ferleg.

Besta mynd sumarsins;
Requiem for a dream. Heh já þetta er svolítið fyndið. Requiem for a dream var sýnd úti árið 2000 en á að fara koma í bíóhús hér á næstuni. Ég býst við að hún komi áður en haustið lætur á sér bera þannig að hún er besta mynd sumarsins að mínu mati og besta mynd 2000 þar sem Memento kemur rétt á eftir.

Versta mynd sumarsins;
Tomb Raider, Driven í rassinum á henni.


Það gæti vel verið að ég hafi gleymt einhverri góðri mynd en það verður bara að hafa það.