
Hinn misheppnaði uppfinningamaður Rand Peltzer fer á síðustu stundu til þess að versla jólagjafir (who doesn't) handa syni sínum, tek það fram að sonur hans er ekki smákrakki. Hann prófar litla búð, þar finnur hann lítið sætt kríli sem hann kallar Gizmo. Peltzer kaupir dýrið gegn vilja eigandans, en það með misheppnuðum afleiðingum. Strákurinn hans gerir náttúrlega allt vitlaut (óvart) og allt fer til fjandas. Það þarf eiginlega ekki að segja meira en það. Og núna verður strákurinn að reyna bjarga ástandinu.. en það verður ekki ófyndið :)
Ég hafði miklu meira gaman af Gremlingunum heldur en Gizmo. Þeir voru nefnilega miklu fyndnari. Ég get talið upp nokkur atriði sem þeir voru í og létu mig gráta af hlátri. T.d. þegar þeir voru að heimsækja Ms. Deagle. Ms. Deagle er leiðindaherfa sem flestir bæjarbúar hata. En hvað um það, þeir byrja að væla eitthvað fyrir utan heimilið hennar, hún gengur út með vatnskönnu tilbúna til að hella yfir þá (úps), en bregður rosalega þegar hún sér þá. Þegar myndavélin kom yfir alla þá, þá hló ég svo mikið að bara vá. Þeir voru með eyrnahlífar og allskyns dót sem jólasöngvarar gera, og voru að syngja, þetta var sko fyndið. Svo hinn fyndni parturinn var þegar þeir voru á barnum, þar voru þeir orðnir blindfullir, reykjandi eins og strompar og spilandi póker. Hrein snilld og mjög fyndið. Bíóið var líka frábært.
Sá sem stjórnar öllum Gremlingunum heitir Strípi eða á ensku sem hljómar betur, Stripe. Hann hefur hvítan pönk hársveip á hárinu. Eða þið sjáið það á myndinni hér fyrir ofan.
Þessi mynd átti upphaflega að vera hryllingsmynd (hard to imagine), en fyrst að Steven Spielberg leikstýrði henni, þá hefur eflaust bæst við “smá” húmor. En þegar myndin kom í bíó, þá fannst öllum þetta bara svo fyndið, að framhaldið var gerð grínmynd. Það eina sem ég man af henni var þegar Gizmo batt rautt reipi utan um hausinn á sér, þóttist vera Rambo, og skaut logandi eldspýtu sem ör í einn Gremlinganna. Svo hitt var þegar einn þeirra hakkaðist í pappírstætara.
Snillingurinn Joe Dante sá um förðun og gerð litlu skrímslanna. Mig minnir að hann hafi líka verið í Jurassic Park myndunum, leiðréttið mig ef ég hef rangt fyrir mér. En varðandi litlu skrímslin, ef það yrði kannski gerð Gremlins 3, þá yrði líklega notuð tölvutækni til að gera skrímilin. Þá yrði þetta nefnilega ekkert fyndið lengur. Það var fyndið að sjá þá svona hoppandi og skoppandi slefandi kvikindi að tengja framhjá götuljósum, drekka bjór, reykja og margt fleira. Ekki tölvuteiknaða, þá er allur húmorinn horfinn.. eða hvað?
DVD diskurinn inniheldur ekki mikið, eða nánar tiltekið bara myndina og tungumál. Það er ekkert extra-features.
En hvað fannst ykkur um þessa mynd?
4/5 einkunn.
kveðja,
sigzi