Sumarið búið og komið að fyrstu árlegu “sbs sumar verðlaununum”
Óvæntasta myndin:
Shrek. Myndin var svo ótrulega skemtileg að ég veit ekki hvernig þeir fóru að þessu. Hanritið, tæknin, leikararnir allt var frábært og á hún skilið að fá þann heiður sem Beauty and the Beast fékk árið 1991, verða tilnefnd sem besta myndin.
Aðrir sem komu til greina; The Fast and the Furious, Spy Kids
Mestu Vonbrigðin:
Pearl Harbor. Mjög leiðinleg kvikmynd sem var augljóst að eina markmiðið var að reyna að gera aðra Titanic, mér fannst hún reyndar ekki skemtileg en var hún samt betri en þetta.
Besta framhaldið:
Dr. Dolittle 2. Frábært framhald af Dr. Dolittle 2, mjög skemtileg og vel gerð.
Aðrir sem komu til greina; Jurassic Park III
Versta framhaldið:
Rush Hour 2. Gátu þeir ekki bara gefið út Rush Hour 1 aftur.
Besta mynd sumarsins;
Shrek, án efa.
Versta mynd sumarsins;
Baise Moi, án efa.
Kvikmyndir sem komu í USA í sumar og eru þess verðugur að sjá; A.I., Final Fantasy, A Knight's Tale, Legally Blonde, The Others.
kveðja
sbs
<a href="http://www.sbs.is">sbs</a