Kvikmyndaver að byrja að sýna kvikmyndir “online”:
Fimm af stæðstu kvikmyndaverunum í Hollywood (MGM; Paramount, Sony, Universal og Warner Bros), ætla að byrja að sýna gamlar og nýjar myndir á netinu gegn lágu gjaldi(3-5 dalir). Þetta er útgáfa af “pay-per-view” sem er þekkt í bandaríkjunum. Disney, Fox og Dreamworks ætla líka að hafa eitthvað svipað. Talið er að þetta ætti að koma um eða eftir jólin 2001.
Það er reyndar hægt að horfa ókeypis á myndir á mörgum stöðum á netinu má þá nefna, yahoo.com og cinemanow.com.

Tim Burton ætlar ekki að leikstýra framhaldi:
Tim Burton hefur gefið út yfirlýsingu að hann muni ekki leikstýra framhaldi af apaplánetunni fyrir Fox, hann sagði í viðtali 20th Century Fox skildu við hann “bloodied, beaten and left for dead”. Eitthvað hefur mikið gengið á því að hann sagði líka að hann myndi frekar hoppa útum glugga en að gera aðra apa mynd. En strax er farið að gera handrit fyrir framhaldið sem ætti að koma um 2003.

Kína að reyna að bjarga sér.
Kína hefur ekki verið vinsælt land hjá kvikmyndaframleiðendum lengi því að það er mikil sala á ólöglegri sölu á kvikmyndum(VCD og allt það). Kína hefur nú lofað að áður en árið er búið verður búið að loka 200 verslunum sem selja diska. Í asísku útgáfunni af Wall Street Journal var listi yfir 300 staði sem selja ólöglegar kvikmyndir og geisladiska. Þeir hafa nú þegar lokað 120 af þeim og hinir 80 hafa eiginlega allir ákveðið að loka sjálfir, þeir virðast vita hvað er gert við þá sem gera ekki eins og þeim er sagt.

Kveðja sbs