The Rock er ein af tveimur bestu hasarmyndum sem ég hef séð, eins og ég eflaust tók fram í Con Air greininni minni. Að flestu leyti fannst mér The Rock vera betri mynd heldur en Con Air. Þessi hafði aðeins dýpri söguþráð og öllu leyti meira spennandi en Con Air. Con Air var nú samt meiri hasarmynd. En það skal tekið fram að það er mjög mikið af spoilerum í myndinni.
Herhöfðinginn Francis X. Hummell rænir 15 eldflaugum af heimsins banvænasta efni, VX-gasi. Ein teskeið af þessu efni myndi drepa allt innan átta húsaraða. Hummell ferðast yfir á ejyu, eða nánar tiltekið Alcatraz eyjunna. Eitt ógeðslegasta fangelsi USA. Hann tekur yfir eyjunna meðan ferðamenn eru þarna, og tekur þá í gíslingu. Hummell beinir öllu eldflaugunum að San Fransisco, borginni sem er næst eyjunni. Ástæðan fyrir öllu þessu er sú að flestir menn Hummells, þeir sem dóu fengu enga almennilega útför. Þetta hljómar voðalega aulalega komið frá mér, en þið skiljið mig þegar þið sjáið það. Núna vill Hummell að fjölskylda hvers og eins manns sem dó undir hans stjórn fái 100 milljón dollara.
Efnavopnasérfræðingurinn Dr. Stanley Goodspeed (Nicholas Cage) er fenginn til að líta á ástandið. En það er ekki aðalmálið hvernig á að aftengja þessar eldflaugar. Aðalmálið er að komast inn í fangelsið sjálf. Til þess er fenginn fyrrverandi fangi, John Mason, njósnari hennar hátignar á sjötta áratungum. Hann lenti í fangelsi fyrir að stela lítilli míkrófilmu, sem inniheldur öll helstu leyndarmál og svör aldarinnar, morðið á JFK, lendingu geimvera á Roswell og fl.
Ástæðan fyrir því að þeir þurfa hann er sú að hann slapp úr þessu fangelsi fyrir langalöngu, eða með öðrum orðum, hann er sá eini sem getur komist inní fangelsið. Síðan eru Mason og Goodspeed fluttir með öðrum sérsveitarmönnum inní fangelsið, en til allrar óhamingju bíða menn Hummells eftir þeim og slátra þeim öllum, nema Mason og Goodspeed, þeir voru annarsstaðar. Núna verða þeir í sameiningu að reyna bjarga þessum gíslum, nánar til tekið 81 ferðamönnum og allir San Fransisco borg frá VX-gasinu.
Persónan Stanley Goodspeed er skemmtileg, hann er svona hálfur aumingi þegar kemur að “close combat”. En þegar líður á myndina fer hann að styrkjast aðeins.
Sean Connery er eins og alltaf skemmtilegur leikari, eins og persónan sem hann leikur. Þrautþjálfaður njósnari hennar hátignar (humm, James Bond kannski) og kann allt í sambandi við að drepa og skjóta.
En Ed Harris var þessi eftirminnilega persóna. Hann leikur Francis X. Hummell, manninn sem byrjaði með þetta allt. Þó er hann ekki alvondur, hann er endann af myndinni mjög efasamur um allt þetta. T.d. þegar hann breytir hnitunum fyrir fyrstu eldflaugina sem þeir skutu.
Ég tók eftir einu atriði, eða nánar tiltekið mjög litlu smáatriði. Þegar einn hermaðurinn sagði “I want my fucking money”, þá beindust augun á honum allt í einu að myndavélinni og til baka, þetta eyðilagði atriðið. Það var eins og að hann væri að líta á leikstjórann eða eitthvað.
Já, ég ætla sko ekki að sleppa því að fjalla um tónlistina. Tónlistin er eftir snillinginn Hans Zimmer, og þeim sem fannst tónlistin í Gladiator vera góð, þeir ættu að kíkja á tónlistina í Rock, ef þið hafið ekki gert það. Atriðið þegar Goodspeed var að berjast við einn hermanninn í endanum og tróð einni VX kúlu í kjaftinn á honum, þurfti síðan að sprauta sig með sprautu í hjartað með sprautu.
Eftir það þegar hann var að kveikja á grænu blysunum og gefa í skyn að allt væri núna komið í lag. Lagið meðan hann var að því var ótrúlega flott, þegar lagið hækkaði tóninn alltaf smám saman, ég fæ alltaf magnað hroll meðan því stendur..
Þegar Hummell var að stela gasinu í byrjuninni, flott hasarlag líka.
En ég held að ég verði að fara hætta að skrifa núna..
The Rock fær 4/5 hjá mér.
Kveðja, sigzi.