ATH. Þessi grein inniheldur örugglega mikið af spoilerum, ef þú ert ekki búinn að sjá þessar myndir, en langar að sjá og vita ekkert um.. ekki lesa lengra..
Langar mig að minnast á eitt, þegar maður heyrir þennan titil í fyrst sinn þá langar manni mest að fara að hlægja. Fyrst þegar ég heyrði þetta “Apaplánetan”… þið hljótið að skilja það. Einhver pláneta með öpum, en tek það fram að ég hélt þetta ekkert lengi. T.d. var ég viss í sök minni að þetta væri snilldarmynd. Og mér skjáltlaðist ekki, alls ekki.
En svona útaf því endurgerðin af Planet of the Apes sé að koma, hef ég ákveðið að skrifa grein um gömlu Planet of the Apes myndina.. Ég og tveir aðrir vinir mínir tókum allar Pota myndirnar, eftir mikil erfiði að fá þær allar í einu, þá fengum við þær loksins. En þegar ég var búinn að horfa á þriðju myndina ákvað ég að lengra yrði ekki haldið. Mynd númer þrjú var svo leiðinleg og fáránlega vitlaus að ég var að leka niður á gólf! En ég sé það núna að ég hefði átt að horfa á allar..
Planet of the Apes ‘68 er algjör klassík, Charles Heston flottur í hlutverki sínu.
Árið er 3073 (minnir mig). Nokkrir geimfarar, og þar á meðal George Taylor, leikinn af Charles Heston, brotlenda á óþekkri plánetu. Þegar lengra er komið þá sjá þeir félagar að plánetunni er stjórnað af talandi öpum, og maðurinn er orðinn mállaus villimaður.
Myndin er eiginlega mjög lengi að byrja. En það er ekki aðalatriðið, myndin sjálf er alveg ótrúlega góð. Nova (Linda Harrison) er ein ástæða þess að ég væri til í að vera þarna :)
já, það vekur upp eina aðra spurningu.. var sílikon til á þessum tíma.. :)
En það er endirinn á myndinni sem er alveg ótrúlegur. En coverið af nýja hulstrinu er alveg ótrúlegt, það er umvafið spoilerum, ég meina aðalatriðið í myndinni var þarna beint framan á myndinni. Og svo á hinum myndunum, þá er nánast handritið aftan á, maður þurfti bara að lesa þetta, og já þetta gerðist, aha, jáá. Þetta er ekki umfjöllun, þetta heitir spoiler, og það ætti að kæra þetta í “Myndbandaftirlitið” :)
Dr. Zira og Dr. Cornelius eru góðu aparnir, eða þó allavega Zira, leikin af Kim Hunter. Þessi tvö eru þau einu sem voru allar myndirnar, eða allavega Zira, Cornelius var skotinn í þriðju.
Rosalega var fyndið að sjá apana kyssast í fyrstu myndinni, ég skellihló alveg..
Einnig var aðalapinn skemmtilega leiðinlegur vondur kall.
Planet of the Apes ’68 er mynd sem allir ættu að sjá. Ótrúleg klassík, og skemmtileg mynd.
Þess má einnig geta að bæði Linda Harrion og Charles Heston leika í nýju Planet of the Apes myndinni. Heston leikur faðir Thaddeusar og Linda leikur konu í körfu.. ?
Myndin var tilnefnd til tveggja Óskarsverðlauna, fyrir besta “score-ið” eftir Jerry Goldsmith, og bestu tónlistina, en fékk þau ekki. Hún fékk hins vegar heiðurverðlaun fyrir bestu förðunina, af John Chambers.
ps. sendi inn flotta mynd af Novu eða Lindu Harrison.. flottur villimaður.. ;)
kveðja,
sigzi