Ég tók mig til og skrifaði ördóma um þær myndir sem ég hef séð í bíó á árinu. Vonandi að ég sé ekki að gleyma einhverri.

Hostel

Eli Roth getur kann vissulega að mynda brjóst, pyntingar, fólk að segja ‘snípur’ og almennan subbugang. Meira að segja svo mikinn subbugang að ég kipptist nokkrum sinnum til í sætinu. Hostel tekst að vera það sem hún ætlaði sér að vera, en mér finnst það ekki mjög merkilegt. Ég kýs Freddy Krueger og one-linerana hans fram yfir rússneska bissnesskarla með borvélar og drápfetish. Ég sé ekkert eftir summunni sem fór í bíóferðina en þetta var alls ekkert sérstakt…

Domino

Richard Kelly á að hafa skrifað handritið að þessu, Tony Scott leikstýrði þessu, Mickey Rourke, Keira Knightley, Christopher Walken og meira að segja Tom Waits léku í þessu. Þrátt fyrir það er þessi mynd alls ekki upp á marga fiska. Tony Scott fer lengra með nútímalegan stíl sinn en nokkru sinni áður sem verður til þess að áhorfandi fær óverdós eftir sjö mínútna áhorf. Ef fólk veit ekki hvað átt er við með frasanum ‘style over substance’ mæli ég með því að fólk kíki á þessa og fái góða útskýringu. Keira Knightley er samt hot í fyrsta sinn. Helstu gallar myndarinnar er ofvirkni Tony Scott og í raun bara leiðindi, sem mætti skrifa á þann sem skrifaði nafnið hans Richard Kelly í staðinn fyrir eigið undir handritið.

Brokeback Mountain

Jake Gyllenhaal leikur rosa graðan semi-homma og Heath Ledger leikur ekki alveg jafn-graðan semi-homma. Mér fannst samband þessara tveggja miklu meira líta út fyrir að vera greddusamband en ástarsamband og er það kannski helsti galli myndarinnar - mér var alveg sama um þessa náunga. Útlitslega séð er myndin rosalega falleg og þeir tveir fyrrnefndu fara mjög vel með hlutverk sín. Mér fannst Ang Lee klúðra einhverju með aðalkarakterana. Fín en rosalega oflofuð mynd.

Jarhead

Áður en ég sá myndina var ég hræddur um að Sam Mendes væri í fyrsta sinn að gefa frá sér mynd sem næði ekki að vera mjög góð. Öll hræðslutilfinning reyndist vera óþörf. Sam Mendes klikkar ekki, American Beauty finnst mér vera með allrabestu myndum síðustu tíu ára, Road To Perdition mjög góð og Jarhead er á svipuðu róli og hún. Jake Gyllenhaal sýnir hér (og í raun Brokeback líka) að hann er á leiðinni með að skipa sér sess sem einn besta hluta nýrrar leikarakynslóðar. Jamie Foxx stendur sig frábærlega og er maður nú allt í einu farinn að líta á hann með mikilli virðingu. Peter Sarsgaard er í miklu uppáhaldi hjá mér þessa dagana og stendur sig með prýði, hann gefur hverri mynd sem kemur fyrir í eitthvað extra - rosalegur leikari. Virkilega góð, áhugaverð og gáfuleg mynd.

Rent-

Ég er lúmskt hræddur um að Chris Columbus hafi algjörlega undirstrikað hæfileikaleysi sitt með þessari mynd. Myndin hlýtur að vera einhver hallærislegasta mynd sem ég hef nokkurn tíma séð. Um söngleik er að ræða og það voru allt í allt tvö lög sem voru ekki algjör pína. Mínútulagið og eitthvað annað. Þessi mynd er ömurleg. Algjör skítur í raun - en hún er skemmtileg á svipaðan hátt og Guiding Light - nei, bíddu við, það er aldrei skemmtilegt. Segjum frekar spænsku/mexíkönsku sápuóperuna sem sýnd er á morgnana á Stöð 2 - það má vel hlæja að henni og hafa gaman en þó eingöngu ef horft er á hana með fleira fólki. Mér fannst langbesta atriðið án efa þegar Bon Jovi lúkkalæk gaurinn seldi rykuga kassagítarinn sinn og keypti bíl fyrir peningana og flutti til Nýju-Mexíkó og söng upp á kletti, snerist hugur um að yfirgefa vini sína og söng lagið alla leið frá Nýju-Mexíkó til New York og hitti fyrir tilviljun vin sinn upp á einhverju þaki sem var fyrir enn meiri tilviljun að syngja sama lag og hann. Allavega, allur salurinn hló yfir dramantísku lokaatriðinu. Það var mjög súrrealískt móment.

Munich-

Þessi mynd er virkilega góð. Sá sem segir annað er asni. Hún er svo góð að ég kýs að kalla hana hans bestu mynd Steven Spielberg síðan….úpps, reyndar bara A.I., sem mér fannst svipað góð. Segjum allavega að hún sé ein af hans allrabestu myndum. Eitt af því sem hreif mig rosalega við myndina var hversu vel honum tókst að vekja upp tíðaranda ekki bara tímabilsins sem myndin gerist á heldur kvikmyndagerðar sem var í gangi á þessum tíma. Hún er rosalega 70's í kvikmyndatöku og útliti almennt. Það hefur margt verið sagt um þessa mynd og ég hef held ég nákvæmlega engu við það að bæta.

Fun With Dick And Jane-

Ég held það sé nokkuð ljóst að þessi mynd sé ekkert tímamótaverk. Ekki einu sinni innan gamanmyndageirans - og ekki heldur Jim Carrey-gamanmyndageirans. En hún er samt sem áður fín skemmtun - og átti sín móment - t.d. atriðið þegar Dick gerði við garðinn - sem var alveg geðveikt fyndið.

Good Night And Good Luck-

Í fyrsta lagi - mikið óhugnarlega var nóneimið David Strathairn stórkostlegur í hlutverki Ed Murrow. Hann fangaði mig algjörlega og negldi mig fastan við sætið í hvert einasta skipti sem hann birtist á skjánum. Hann átti þessa mynd þrátt fyrir að vera umkringdur ekki ómerkilegri leikurum en George Clooney og Robert Downey Jr. Mér finnst eitthvað svo skemmtilegt að sjá hvað George Clooney er mikill talent, og hversu vel hann getur leikstýrt kvikmynd – að hann sé eitthvað meira en bara gúddlúkkin gaur og töffari (og góður leikari að sjálfsögðu…). Útlit myndarinnar er fullkomið og ákvörðun um að hafa myndina svarthvíta var hárrétt. Mjög góð mynd sem vantaði þá einhvern örlítinn neista upp á að verða frábær.

Match Point-

Gubb. Uppblásinn viðbjóður. Ég fíla Woody Allen mjög vel og þess vegna hata ég þessa mynd. Hann skiptir öllu sem einkennir hann sjálfan út fyrir einstaklega óáhugaverða hluti. New York út, London inn, grautfúlir breskir uppar inn og svalir New York-erar út, snobbuð ópera inn fyrir djassinn sem hefur einkennt hverja einustu mynd hans fram að þessari. Ég skil alls ekki hvaðan hæpið fyrir þessari mynd kemur. Það er ekkert merkilegt við hana. Match Point fjallar voða mikið um ástríðu og losta, en gerir það leiðinlega. Ef fólk vill sjá almennilega mynd sem fjallar um ástríðu og losta þarf það ekki að leita nema ár aftur í tímann og horfa á hina frábæru Closer eftir Mike Nichols. Einhver hálfviti sem heitir Jonatahn Rhys Myers leikur aðalhlutverkið í þessari mynd slær öll met í leiðindum.

The New World-

Þessi mynd er svo góð að ég kemst varla yfir það. Terrence Malick er orðinn einn af mínum uppáhaldsleikstjórum. Áður en ég sá þessa hafði ég séð Badlands og Thin Red Line og elskað þær báðar. Um daginn fékk ég svo Days Of Heaven í hendurnar og stefni á að kíkja á hana. New World er frekar erfið mynd og krefjandi. Hún er hæg og ljóðræn og er eins og hver einasti rammi í myndinni sé úthugsaður sem listaverk. Kvikmyndatakan í myndinni er án efa eitt það besta sem ég hef séð í mynd, svo ótrúleg er fegurðin sem kölluð var fram í myndinni. Ég hef í raun ekkert meira um myndina segja - og ég skil alveg þá sem eru ósammála mér - en það verður bara að hafa það, þessi mynd er ekki fyrir alla.

Syriana-

Ég veit ekki hvað skal segja. Ég ætla ekki að þykjast hafa náð því nákvæmlega hvað var í gangi í þessari mynd og mér var í raun of sama um það til að geta lifað mig inn í myndina akkúrat þegar ég sá hana. Mér fannst þetta meira líta út fyrir að vera heimildarmynd heldur en kvikmynd. George Clooney er vissulega fínn í sínu hlutverki en Óskarsverðlaunarframmistaða? Nei, ég held ekki, ég er samt ánægður með að hann hafi unnið því hann er mjög svalur gaur. Það var ekki nema ein sena í myndinni þar sem hann þurfti virkilega að fanga áhorfandann.

Capote-

Philip Seymour Hoffman átti Óskarsverðlaunin skilin, það er nokkur ljóst. Fyrir fram hélt ég að þessi mynd yrði ekkert nema leikararúnk á borð við Scent Of A Woman en hún er miklu meira en svo. Sagan er áhugaverð og vel sett fram. Myndin innheldur aðra frábæra frammistöðu en verðlaunaframmistöðuna - Clifton Collins Jr. er geðveikur sem annar morðingjanna. Það er líka greinilegt að Bennett Miller veit hvað hann er að gera og er spennandi að sjá hvort hann sendi eitthvað fleira merkilegt frá sér í framtíðinni.

Oliver Twist-

Roman Polanski er örugglega einn af mínum fimm uppáhaldsleikstjórum. Mér leist alls ekki vel á að hann gerði Oliver Twist mynd og sýnir útkoman að það var ekki af ástæðulausu. Myndin er góð - en aðalgalli hennar er að hún fjallar um Oliver Twist - og við höfum séð þessa sögu milljón sinnum bæði í bókum og myndum og engu er við bætt hér. Roman Polanski gerir ágæta hluti með þessa mynd en ég hefði frekar viljað sjá hann gera eitthvað allt annað. Ég verð eiginlega að minnast á leik Ben Kingsley en hann var frekar öflugur.

Pride And Prejudice-

Hrokar og Hleypidómar er voða fín og sæt mynd, en ekkert meira en það. Nöff saidd.

Walk The Line-

Já. Einhver sagði mér að þessi mynd gæfi frekar ranga mynd af ævi Johnny Cash og að sumum hlutum úr lífi hans væri hreinleg breytt, ég veit voða lítið um það, og er í raun slétt sama. Þessi mynd er stórskemmtileg og allir raddir um að Joaquin Phoenix fari á kostum í myndinni eru hárréttar og það sama má segja um Reese Witherspoon. Einhverra hluta vegna leiðast mér gjarnan ævisögumyndir en mér er óhætt að segja að mér var skemmt yfir þessari. Góð mynd sem á hæpið skilið. Mér leiðist þó mjög þetta Johnny Cash æði sem hefur gosið upp hér á landi síðustu misseri og hefur það orðið til þess að þar sem ég, verandi mikill MH-ingur sem vill helst ekki hlusta á það sama og allir aðrir, hef misst allan áhuga á því að hlusta á manninn upp á síkastið.

V For Vendetta-

Vá. Þessi mynd er geðveik. Að sjá þessa mynd var einhver langbesta bíóupplifun sem ég hef notið – hún var súpersvöl og almennt frábær út í gegn. Ég held það sé engin spurning um að Hugo Weaving lesi línur af blaði mikið mun betur en allir aðrir og það er heimskunnug staðreynd (lesist: mér finnst) að Natalie Portman sé langfallegasta leikkonan í Hollywood. Til viðbótar við andlit sitt sem hún færir manni senu eftir senu sýnir hún geðsjúka frammistöðu. Wachoski bræður rísa upp úr skítnum með stæl með þessu handriti og leikstjóri myndarinnar, James McTeigue er greinilega fáránlega hæfur sem slíkur og er nánast óraunverulegt að þessi mynd skuli vera debjútið hans. Ég gekk algjörlega orðlaus út úr bíósalnum. Svo er það auðvitað ekkert nema plús í kladdann að Cat Power og Antony And The Johnsons lög séu spiluð í myndinni – sérstaklega þar sem Cat Power kóverar Velvet Underground.

Underworld: Evolution

Ég legg til að einhverjir flipparar hópist saman og gubbi á þessa mynd. Hvernig veit ég ekki en hún á það algjörlega skilið. Mér hefur aldrei leiðst jafn mikið í bíó og á þessari mynd. Þvílík endaleysis leiðindi og pyntingu frá dýpstu pyttum helvítis hef ég aldrei nokkrun tíma upplifað. Gubb.


Ræðið.