Ég skrifaði grein fyrir um 2 mánuðum um Stephen King, hún lenti í því að koma 3 dögum eftir að ég hafði sent hana inn svo hún fór undir og var ekkert skoðuð, ég ætla að birta þessa grein aftur.

Stephen Edwin King fæddist árið 1947 í Portland Maine. Foreldrar hans voru Donald Edwin King og Ruth Pillsbury King. King fjölskyldan var venjulega millistéttar fjölskylda þangað til eitt kvöldið þegar Donald King sagðist ætla að fara út að fá sér sígarettu en sást aldrey aftur, engin veit hvað af honum varð. Þá byrjaði fjölskyldan að flytja mikið en fluttu svo aftur til Maine árðið 1958.

Hann byrjaði að skrifa 12 ára fyrir svæðisdagblaðið og gaf út bók þegar hann var í menntaskóla með besta vini sínu Chris Chesley, bókin hét “People, Places, and Things-Volume I” og var með fullt af smásögum eftir King. Hann skrifaði smásögur í nokkur tímarit þangað til árið 1966, þá skrifaði hann sína fyrstu bók í fullri lengd, hún hét “The Long Walk”. Hann fór með bókina til nokkra útgefenda en engin vildi gefa hana út, hann tók höfnuninni illa og henti bókinni. Árið 1970 útskrifaðist King með kennara gráðu í vísindum. Hann fékk sér vinnu í bensínstöð og skrifaði stuttar sögur fyrir blöð. Hann giftist Tabitha Jane Spruce árið 1971. Seinna um árið fékk hann vinnu sem kennari og hafði $6,400.

Hann byrjaði að skrifa smásögu um stelpu sem hét Carrie White sem hafði sérstaka hæfileika en honum fannst hún ekki nógu góð og hennti henni. Tilallrar hamingju fann Tabitha blaðsíðurnar í ruslinu og las það og sagði honum að klára söguna. 2 árum seinna keypti Dobleday réttinn á bókinni. Hann fékk $200.000 fyrir og hætti að kenna og byrjaði að skrifa á fullu.

Árið 1976 vildu ungur leikstjóri, Brian De Palma(Mission Impsoble, Mission to Mars) endilega leikstýra kvikmynd eftir bókinni um Carrie White, myndin varð gíferlega vinsæl og fengu bæði Sissy Spacek og Piper Laurie óskars tilnefningu fyrir hana, John Travolta fékk það samt ekki. The Shining varð gerð árið 1980, hún fjallaði um mann sem fór með fjölskyldu sína upp á fjall til að passa hótel yfir vetur, hótelið er reymt og gerist margt ótrulega “spookí” í henni, Stanley Kubrick leikstýrði henni og Jack Nicholson leik aðalhlutverkið, hún er af mörgum talin(meðal annarra mér) eitt meistaraverk kvikmyndasögunar og fengu bæði Stanley og Jack mikið lof fyrir.

Árð 1986 reyndi Stephen að leiktýra sinni fyrstu kvikmynd, Maximum Overdrive, hún var algert flopp og lofaði Stephen að leikstýra ekki aftur. Árið 1990 var Misery gerð og var hún talinn enn eitt mestarverkið, hún fjallaði um rithöfund sem lendir í bílslysi eitthverstaðar uppí sveit og lendir í því að brjálaður aðdáandi hans finnur hann og sjúkrar honum, en þegar honum er að batna vill hún nú ekki losna við hann strax og … ja þú VERÐUR! að sjá það sjálf/ur, Kathy Bates vann óskar fyrir leik sinn í myndinni.

En mestu meistaraverkin áttu eftir að koma því árið 1994 gerði leikstjórinn Frank Darabont mynd eftir smá sögunni “Rita Hayworth and Shawshank Redemption”. Myndin var auðvitað “The Shawshank Redemption”, hún var tilnefnd til 7 óskarsverðlauna en Forrest Gump var tilnefnd sama árið svo að hún fékk engin en myndin er að mörgum(flestum) talin vera besta kvikmynd sem gerð hefur verið og er ótrulega góð. Hún fjallar um banka manninn Andy Dufresne sem er sakaður um að hafa myrt konuna sína, hann fer í fangelsi. The Shawshank Redemption er lang besta kvikmynd sem gerð hefur verið og allir verða að horfa á hana, allavegan 3 sinnum. Árið 1999 kom annað meistara verk frá Frank Darabont eftir sögu Stephen Kings, The Green Mile, hún var tilnefnd til 4 óskarsverðlauna. Hún fjallar um stóran svartan mann sem fer í fangelsi fyrir að myrða 2 10 ára stelpur. Hún er líka ein af bestu myndum sem gerð hefur verið.

Árið 1999 var keyrt á hann og hann var mjög slasaður og gat ekki byrjað að labba fyrren einu og hálfu árið síðar.

Það eiga eftir að koma 8 kvikmyndir eftir hann á árinu þar á meðal,

Dolan's Cadillac, Dreamcatcher, Desperation, Girl Who Loved Tom Gordon, Mangler 2, Hearts in Atlantis og Strawberry Spring.

Síðan Carrie var gerð fyrir 27 árum hafa verð gerðar meira en 60 kvikmyndir eftir sögum Stephens og hann hefur verið kallaður “the Master of Horror”. Bækurnar hans hafa verið þíddar í yfir 30 tungumál og eru gefnar út í 35 löndum. Það hafa yfir 300 milljón bækur eftir hann selst.